- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
69

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðaverð

69

Hlíðarendi i Fljótshlið er 1570 metinn á 60 hdr.,1) það mat
hélzt til 1760, en 1803 er jörðin komin niður i 45 hdr.,
1847 aftur upp i 55 og 1861 í 80l/2 hdr. Teigur er 1570
metinn á 120 hdr.,2) 1803 80 hdr., 1847 80 hdr., 1861 90
hdr. Svona mætti telja fjölda af höfuðbólum um alt land.
þau liafa nærri öll fallið í verði og það töluvert meira en
sést af hundraðatalinu, þvi i jarðarverðinu eru á 19. öld
alstaðar talin kúgildin með, sem fyrr voru seld sórstaklega
og aldrei metin með jörðunum. Pó virðist verðfallið hafa
verið minna á Suðurlaudi; en þetta þyrfti alt nákvæmari
rannsókn.

Smærri jarðir hafa lika fallið i verði á seinni öldum.
þó varla eins mikið einsog höfuðbólin; hér mundi það taka
altof mikið rúm að athuga það mál itarlega, vér munum
aðeius nefna örfá dæmi. Arið 1395 var gjörð skrá yfir 16
jarðir. er Páll kjarni ábóti hafði komið undir
Viðeyjar-klaustur, og allar metnar til dvrleika.3) Jarðir þessar eru
allar á Suðurlandi i nánd við klaustrið. ein þeirra er nú
ekki metin sérstaklega, en hinar 15 voru 1395 til samans
metnar 325 hdr. að dýrleika án kúgilda. en hinar sömu
jarðir voru i jarðamatinu 1861 til samans virtar á 274 hdr.
með kúgildum. Vatnsfjarðar-Kristin lét 1458 eftir sig meðal
annars 39 jarðir i Isafjarðarsýslu,4) og voru þær að dýrleika
531 hclr., án 112 kúgilda, sem þar til heyrðu, en sömu
jarðir voru með kúgildum i jarðamatinu 1861 metnar á 462
hdr. Arið 1476 voru 5 jat’ðir i Svarfaðardal metnar til 240
hundraða,5) hinar sömu jarðir töldust eftir nýju mati 107
hdr. í jarðaskiftabréíi Porvarðs lögmanns Erlendssonar og
Grims bónda Pálssonar á Möðruvöllum 1501 eru 8 jarðir i

’) Alþingisbækur I. bls. 58.

*) 1698 tók Jón biskup Vídalín hálfan Teig í Fljótshlíð upp í
staðarakuldir í Skálholti, er fórður biskup fóll frá, fyrir 50 hdr. og
þó hvert hundrað á 10 dali, en það var þá hálft þriðja hundrað.
Árb. Esp. VIII, bls. 60.

s) Dipl. isl. III. bls. 598.

4) Dipl. isl. V, bls. 160—162. Par að auki Æðey, sam þá var
aðeins metin á 36 hdr., en nú vegna hins mikla æðardúns á 105,7 hdr.

b) Dipl. isl. VI, bls. 92.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free