- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
74

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

Jarðaverit

árslokum 1883 til ársloka 1898, og þær sem síðar yrðu
seldar. rynnu i ræktunarsjóð. en vöxtum hans skal verja til
jarðabótalána og verðlauna fvrir jarðabætur. Hinn 20.
október 1905 var svo lögleidd frjáls sala þjóðjarða, ráðherra
var veitt heimild til að selja ábúendum jarðirnar með þeim
skilmálum sem lögin til taka1) og ekki þarf hér að greina.
Yerðið skyldi miðast við það. að verðhæðin með 4%
vöxt-um á ári veitti sömu vaxtaupphæð og jarðargjöld og
jarða-bótakvöð námu í peningum til jafnaðar 10 siðustu árin.
Jarðabótakvöðin skyldi leggjast i dagsverk. en hvert
dags-verk er talið jafngilda 1 kr. 25 au. i öðru eftirgjaldi. Arið
1907 voru miklar breytingar gerðar á hinni fornu
kirkju-skipun og þá voru samþykt lög um sölu kirkjujarða (10.
nóvember 1907); var i þeim á svipaðan hátt ákveðið. að
ráðherra mætti selja ábúendum kirkjujarðir með líkum
skil-málum.2) Með lögum 20. okt. 1913 er ákveðið. að umboð
þjóðjarða framvegis verði lögð undir hreppstjóra. en hið
gamla umboðafyrirkomulag legst niður, jafnóðum sem
um-boð losna.3) Hvort allar þessar miklu brevtingar verða til
gagns eða skaða, verður framtíðin að svna.

Síðan 1854 hafa engar samhangandi sk);rslur um
þjóð-jarðir, bygging þeirra og sölu verið birtar.4) Seldra jarða
hefur verið getið á við og dreif í fingtiðindunum, og í
Alþingistiðindum 1911 er skrá yfir seldar þjóðjarðir 1905—11
og seldar kirkjujarðir 1907 — ll.5) Par er getið um 131
landssjóðsjarðir. alls 2344 jarðarhundruð með kúgildum, sem
1905—1911 hafa verið seldar til samans fyrir 267.190 kr.
og 74 kirkjujarðir, 1,432 hundruð að dvrleika, sem seldar

J) Stjórnartíðindi 1905 A., bls. 202-207.

s) Stjórnartíðindi 1907 A., bls. 312—819. Breyting við lög þessi
11. júli 1911 (Stjórnartiðindi 1911 A. bls. 276): þar er ákveðið að
sölu-heimildin nái einnig til hjáleigna prestssetra.

3) Stjórnartíðindi 1913 A., bls. 40-41.

*) Hagstofustjóri forsteinn Porsteinsson hefur ritað mér. að skrá
yfir þjóðjarðirnar sé til i ctvinnumálaskrifstofu Stjórnarráðsins, einsog
eðlilegt er, og væri nauðsyn á, að hún væri birt á prenti með
skýrsl-um um allar seldar þjóðjarðir. verð þeirra, mat og afgjald.

s) Alþingistíðindi 1911 A.. bls. 494-500.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free