- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
75

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jaröaveið

75

voru 1907 — 11)11 fyrir 173,409 kr. Meðalverð hundraðs i
landsjóðssjörðunum var um 114 kr.. i kirkjujörðunum 121 kr.1)
Skoðanir manna um sölu þjóðjarða hafa farið töluvert á
við og dreif.2) Aðalhvötin til sölunnar mun hafa verið von
um að auka sjálfsábiið og þar með ræktun landsins. I
öðrum löndum hefur orðið full eriitt að ná þessum tilgangi,
sjálfseignarbændur rækta ekki allir betur ábýli sín en
leigu-liðar og jarðirnar hópast aftur saman i hendur einstakra
manna, þegar frá líður. A landsjóðsjörðum hefur lika
oft-ast verið lifstiðarábúð og lágur leigumáli, svo ekki er sýnt
að kaupendur vinni mikið við að eignast býli sin að nafninu,
úr þvi þeir oftast verða að taka mikil lán til kaupanna.
Sumir hafa gengið svo langt i hina áttina, að þeir óska
þess að landssjóður kaupi allar jarðir og verði
landsdrott-inn allra bænda á landinu.

Dæmin, sem vér töldum hér að framan, munu nægja
til að sýna hið stöðuga. verðfall á islenzkum jörðum,
smá-um og stórum, frá þvi í fornöld fram á vora daga, dýrleiki
þeirra hefur farið smáminkandi fram á miðja 19. öld.
Siðan hefir ekkert jarðamat verið gjört, svo eigi er hægt
að segja, hvort verðið hefir hækkað siðan að mun. mjög
mikið muu það varla vera. þegar öll heildin er skoðuð. þó
einstöku jarðir af sérstökum ástæðum hafi orðið töluvert
dýrari en áður. Er þetta verðfall jarðanna vottur um
stöðuga afturför landbúnaðarins á Islandi? Ekki þarf það
beinlinis að vera, en það er lieldur ekki vottur um framför.
I fiestum aðalatriðum hafa búnaðarhættir Islendinga haft
sama sniðið frá því í fornöld fram undir lok 19. aldar, á
þeim hefur engin veruleg breyting orðið. og það litla sem

9

x) A árunum 1905—1907 voru seldar 41 þjóðjarðir fyrir 92,545
kr., alls 787 hdr. 35 ál. með kúgildum; meðalverð á hundraði 117 kr.
50 au. Á árunum 1907—1909 voru seldar 43 landssjóðsjarðir f}-rir
89,616 kr., 767 hdr. 92 ál., meðalverð hundraðs 116 kr. 67 au. Frá
1909—1911 voru seldar 47 þjóðjarðir fvrir 85,029 kr. 50 au., 788 hdr.
97 ál., meðalverð hundraðs 108 kr.

*) Sbr. Freyr IV, bls. 56-60; X, bls. 25 - 29: XI, bls. 39-40;
XIII. bls. 6-10.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free