- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
76

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

Jaröaverö

breyzt hefir frá fyrri öldum hefur sizt verið til bóta. Pó
hin beina afturför hafi i sjálfu sér líklega eigi verið mjög
mikil, þá hefur þjóðarbúskapurinn vissulega orðið langt
aftur úr framförum annara þjóða, sumpart vegna
einangr-unar og samgönguleysis á fyrri öldum, sumpart vegna þess,
að framleiðslan í hrjóstrugu landi stóð í stað eða minkaði.
jafnframt því sem kröfurnar til lifsins stöðugt jukust,
vinnu-krafturinn, sem landbúnaðurinn þurfti á að halda, varð
minni og dýrari, útlendir markaðir voru lokaðir vegna
verzlunarólagsins og þjóðin í heild sinni eyddi meiru en
hún aflaði.

Um söluverð jarða á 20. öld vantar allar skýrslur. Nú
hefir alþingi 1915 ákveðið nýtt jarðamat og vonandi stendur
ekki altof lengi á að það komi til framkvæmda. Jarðir
munu hafa hækkað nokkuð i verði á seinni árum, einkum
nærri kaupstöðum. en sumar hafa verið metnar til
veð-setninga fram úr öllu hófi, svo þær jarðir hafa af eigin
rammleik og afurðum eigi getað goldið þá vexti, sem á
þeim hvíldu. Af þvi tala sjálfseignarbænda hefur mjög
vaxið á seinni tímum. ættu að vera likindi til að jarðirnar
bötnuðu smátt og smátt og yxu i verði. Hin mikla
við-leitni til búnaðarbóta á 20. öld hefur mikið aukið afrakstur
allmargra jarða. enda hafa hinar miklu jarðabætur
sum-staðar, betri húsakynni, girðingar, hlöður. peningshús,
safn-hús og m. fl. mjög aukið verðmæti sumra jarða.
Afrakstur-inn hefur aukist og tilkostnaðurinn jafnframt. og er það
undir hagsýni bænda komið, hver árangurinn verður. Af
þvi þjóðin nú virðist vöknuð til umhugsunar um framtið
bjargræðisveganna. er engin ástæða til að efast um, að verð
og afrakstur islenzkra jarðeigna smátt og smátt muni stíga.
er stundir iiða. En það þarf mikla hagsýni og varfærni
þings og stjórnar til þess að beita þjóðarskipinu fyrir’ öll
sker og boða i þeirri samkepnis- og baráttutið, sem nú
virðist vera fyrir höndum. Margt er að athuga ef vel á að
fara, lilutfallið milli hinna einstöku atvinnuvega, að þeir
stvðji hver annan, en spilli eigi hvor fyrir öðrum,
vinnu-verðið. markaði og útsölu innanlands og utan, hentugar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free