- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
79

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðabækur og jarðamat, 79

fyrr en 1769. Við samning jarðabókar þessarar notaði
Skúli fógeti allar hinar elclri jarðabækur og auk þess skýrslur
syslumanna um manntal. kvikfé og annað á árunum 1759
1760, svo hún lysir aðallega búnaðarástandi á árunum nærri
1760. Jarða’bók Skúla Magnússonar er í 6 bindum,1) og er
stundum kölluð hin »harmoniska jarðabók«; þar er í fyrsta
bindi lýst konungsjörðum, i öðru bindi stólsjörðum,
fátækra-og spítalajörðum, i þriðja bindi kirkjujörðum. i 4. og 5.
bindi bændaeignum og í 6. bindi eru yfirlitsskýrslur um
mannfjölda, kvikfénað, eyðijarðir o. fl. Jarðabók þessi er
þó i sumum greinum eigi eins fullkomin einsog jarðabók
Arna Magnússonar og dýrleika margra jarða vantar. Arið
1785 lét rentukammerið gera sérstakt jarðatal yfir eignir
Skálholtsstóls.

Hinn 18. júni 1800 setti stjórnin jarðamatsnefnd, sem
átti að meta allar jarðir á Islandi eftir gæðum þeirra og
afrakstri;2) ferðuðust nefndarmenn um landið 1801 —1805,
»héldu þing i sveitum ok sögðu menn þeim til um jarðir
sinar, ok mjög misjafnt, svo at ugga mátti, at eigi yrði
allgóður jöfnuður, er á slíku skyldi byggja siðan skuldagjald
af jörðunum« segir Jón Espólin.3) Má heita að jarðamat
þetta mishepnaðist algjörlega. Jarðamatsnefnd þessi var
stofnuð i þeim tilgangi, að skattgjald á Islandi gæti orðið
lagað á likan hátt og i Danmörku, nefnilega að skattar
væru lagðir á jarðir, i stað þess að þeir væru nú lagðir á
eigur manna, eins og þær voru taldar til tiundar. En
við-víkjandi lúkningu þessara skatta þótti hentugast. að þeir

yíir jarðamatst’erðir þeirra felaga um hinar einstöku sýslur. Sjá
enn-fremur Lovsamling for Island I, bls. 582—594. Landfræðissaga íslands

II. bls. 252- 256.

Jón Jónsson: Skúli Magnússon landfógeti. Rvík 1911, bls. 66,
segir, að jarðabók Skúla Magnússonar sé »i 23 stórum bindum«. Höf.
hefur víst vilst á því, að Skúli fógeti hefur þýtt alla jarðabók Arna
Magnússonar á dönsku og er sú þýðing í 16 bindum, hefur hann svo
lagt saman bindatölu beggja bókanna og haldið að alt væri jarðabók
Skúla Magnússonar.

si Lovsamling for Island YI, bls. 453—460.

3) Árb. Esp. XI, bls. 118. Sbr. Ný Félagsrit VII, bls. 42-43.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free