- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
81

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jaiðabækur og jarðamat 81

i málið og ágreiningur, og á alþingi 1859 urðu hinar
snörp-ustu umræður um ]arðamatsmálið, en það endaði svo, að
stjórnin löggilti nyja jarðabók með opnu bréli 1. apríl 1861
á móti tillögum þingsins og heíir sú jarðabók verið í gildi
siðan.1) Eftir það var oft talað um nýtt, alment jarðamat,
en engin framkvæmd varð á því máli fyrr en nú, að alþingið
1915 samþykti lög um fasteignamat, sem öðluðust gildi 3.
nóvember s. á. Par er ákveðið að meta skuli allar jarðir
til peningaverðs 10. hvert ár, og á fyrsta mat eftir lögum
þessum að fara fram árin 1916—1918, þvinæst 1930 og svo
hvert ár, er ártalið stendur á tug.2)

fað hefir jafnan haft mikla þýðingu á Islandi, að mat
jarða væri sem vandaðast og réttast. Eftir hundraðatali
hafa menn borgað ýmsa skatta og tiundir til prests, kirkju
•og fátækra; eftir hundraðatali hafa menn á seinni öldum,
eins og fyrr hefir verið á drepið, sett kúgildi á jarðir og
eftir sama mælikvarða hafa landskuldir oft verið borgaðar.
Jarðamatið hefir þvi um margar aldir haft hina mestu þýð-

r

ingu íyrir alt þjóðlif Islendinga. Hundraðatal jarðar var
frá öndverðu sennileg áætlun um verð jarðarinnar, eftir
þvi sem húu gengur í kaupum og sölum, með eðlilegri
hlið-sjón af þeim arði, sem hún gefur af sér, þegar hún er
bæri-lega setin og ræktuð En af því kringumstæðurnar hafa
verið svo brevtilegar og hlutfallið milli landaura og peninga
á ýmsum öldum svo margvislegt, þá hefir alment
jarða-mat jafnan verið hið mesta vandaverk.3) Fornmenn,
sem voru seinni mönnum fremri í flestum búnaðarefnum,
sýndu mikla gaumgæfni, nærgætni, og greind, er þeir möttu
jarðir sinar: »A þeim tímum voru allir verðaurar i við-

*) Frumvarp til nýrrar jarðabókar fyrir ísland. Kinböfn s. a.
283 bls. 8°. Tíðindi um stjórnarmálefni íslands I, bls. 448—461. Kostnaði
þeim, sem leiddi af jarðamati þessu, að uppbæð 8360 rd. 82 sk., var
jafnað niður á jarðir i landinu! 9l/4 sk. á huudrað hvert.

2) Stjórnartiðindi A. 1915, bls. 79-82.

3) Páll Vídalín lögmaður segir (Fornyrði Lögbókar bls. 553")
sglaður yi-ði eg, ef fyrir mér væri nefndir þeir 12 menn á öllu landinu,
sem kynnu fastar eignir eftir lögum að virða til tíundar«.

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free