- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
87

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðabækur og jarðamat,

87

mætti að þvi finna.1) Árið 1877 lagði stjórnin fyrir þingið
frumvarp til laga um endurskoðun jarðabókarinnar 1861,
en alt lenti þá i ráðleysu og var málið felt. Sökum hinna
miklu skemda, sem urðu af sandroki i Landsveit og viðar
um veturinn 1880—81. voru sett lög 8. nóv. 1883 »um mat
á nokkrum jörðum i Rangárvallasýslu«, átti að meta skemdu
jarðirnar i hverri sveit eftir fyrirmyndarjörðum, sem
sýslu-nefndin tiltók, með hundraðatali eftir jarðabók 1861, »i þvi
hlutfalli, sem matsmenn álita að notkunargildi hinnar
skemdu jarðar standi í við fyrirmyndarjörðina«.8) Hinn 19.
febrúar 1892 voru samþykt lög um breyting á mati nokkurra
jarða, sem skemdar höfðu orðið i Yestur-Skaftafellssýslu og
var þá ákveðið. að matið skyldi gert eftir þeirri reglu, »að
100 kr. virði i jörðunni, eiusog hún mundi ganga kaupum
og sölum, sé látið gilda 1 hundrað að dýrleika«.3) Sýna
þessi. tvö lagaboð, hve hugmyndir þingmanna hafa þá verið
á reiki.

Pál-1 Briem hefur í hinni fyrrnefndu ritgjörð sinni fært
mörg rök fyrir þvi, að hentugast og réttast mundi vera að
meta jarðir eftir söluverði einsog gert var til forna, en ekki
eftir hugmyndum Bergþórsstatútu, sem kom töluverðum
glundroða á jarðamat 19. aldar. I hinum nýju lögum um
fasteignarmat, 3. nóvember 1915,4) hefir alþingi lagt
sölu-verðið til grundvallar með hliðsjón af ýmsu öðru. í*ar
segir, að hverja fasteign skuli meta einsog hún mundi
sann-gjarnlega seld eftir gæðum hennar með hliðsjón af tekjum
af eigninni og hæfilegum leigumála, verði þvi er hún hefir
verið seld siðustu 10 árin, söluverði nágrannafasteigna á
sama tíma og virðingu til veðsetniuga. Fasteignir skulu

I, (1849) bls. 83; XI, (1859) bls. 45-47, 58-59, 63-65, 73—74, 77-79,
133-135. Skýrslur um landshagi á Islandi I, bls. 620-801.
Norðan-fari II, (1863) bls. 34-36. Fróði III. (1882) bls. 85-88, 205-210. Auk
þess mikið í Alþingistíðindum á víð og dreif.
’) Ný Félagsrit XVIII, bls. 42—47.

2) Stjórnartíðindi A. 1883, bls. 110—113; 1885, bls. 46—52.

3) Stjórnartíðindi A. 1892, bls. 14-17.

4) Stiórnartíðindi A. 1915, bls. 79—82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free