- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
88

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

88

Jarðaverit

metnar til peninga í hundruðum króna og skal matsverð
hverrar eignar standa á heilu hundraði. Hús skal meta
sérstaklega, en með jörðum skal eigi meta innstæðukúgildi
og annað lausafé, er jörð kann að fylgja. Til ábúðarskatts
skulu hverjar 150 kr. í matsverði jarðar taldar eitt hundrað
á landsvisu. Hér er ákveðið, að eigi skuli meta
innstæðu-kúgildi með jörðum og mun það verða örðugt í
fram-kvæmdinni, þau eru af löngum vana orðin fastur hluti af
jarðarverðinu. Páll Briem stakk upp á þvi 1900 að sleppa
fornu hundraðatali og meta jarðirnar eingöngu i peningum,
einsog lögin 3. nóv. 1915 skipa fyrir. hann taldi
hundraða-tal nú á tímum tóma sérvizku.1) Pað er þó mjög efasamt.
hvort þetta er rétt skoðun, hundraðatalið er stöðug eining,
þjóðlegur verðmælir, sem hefir reynst hinn tryggilegasti
grundvöllur undir búnaðarhögum íslendinga í margar aldir,
hefur landaurareikningurinn haldist fram á vora daga, sem
óbifanlegur minnisvarði um viturleik forfeðra vorra, en hin
seinni ár hafa glögglega sýnt, hve ákaflega peningaverðið
er ótrygt og breytilegt. Peningamatið er þvi aðeins hægt
að nota eingöngu, að það sé sifeldlega endurtekið með
stuttu árabili.

Það er engum efa bundið, að landaurarnir eru til
lang-frama miklu vissari mælikvarði en peningarnir; þó
peninga-reikninginn sé nauðsynlegt að nota í daglegum viðskiftum,
þá er hann á sífeldu flökti, og peningaverðið jafnan
fall-andi. Landaurareikningur er nátengdur sögu vorri og öllum
bjargræðisathöfnum þjóðarinnar framan úr fornöld, og eftir
honum hafa mörg gjöld og tollar verið borgaðir fram á
þessa tíma. Yerðlagsskrár voru ákveðnar á Islandi með
konungsúrskurði 23. maí 1806, en sakir ófriðar og af öðrum
ástæðum komust þær ekki til framkvæmdar fyrr en 1818
eftir endurnýjuðum konungsúrskurði 16. júlí 1817, síðan
hafa stjórnarvöldin á Islandi árlega látið gera verðlagsskrár.2)

Lögfræðingur IV, bls. 54.

s) Lovsamliug for Island VII, bls. 23—25, 693—697. Siguröur
Hansen: Um verðlagsskrár á ísiandi árin 1818 til 1856. (Skýrslur um
landsbagi á íslandi I, bls. 234-283).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free