- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
90

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

ííotkun grasleudis og haga

víst er það, að landanrareikningurinn, sem mörgum nú
þykir óhafandi, var alislenzk og snildarleg tilhögun, sem
allur þjóðarbúskapur vor hefur verið bygður á i 8 eða 9

n hefir staðið stöðugur sem bjarg i brimi og hefur,
þrátt fyrir alla einangrun og einokun, haldið jafnvægi á
bjargræði voru og atvinnuvegum. Eftir þeirri
gjörbreytinga-stefnu, sem nú um stund hefur gengið yfir Danmörku og
Island, er eðlilegt, að löggjafarvaldið á seinni árum hefur
kappsamlega unnið að þvi athugalítið að breyta og
um-turna mörgu gömlu fyrirkomulagi, áður en nægilega hefur
verið rannsakað hverjir kostir þess og gallar voru. Er þá
stundum hætt við að menn af fljótfærni veiki eða felli
ýmsar fornar og þjóðlegar stoðir undir bjargræðisvegum

r

vorum. A 20. öld hefur margt verið lagað eftir útlendu
(dönsku) sniði og verður framtiðin að skera úr að hve
miklum notum það verður.

II. Notkun graslendis og haga.

1. Tún og túnrækt. Heyvinna.

Tún1) kalla menn á íslandi hin ræktuðu graslendi
kringum bæina, sem borið er á, en afrakstur þeirra er
kölluð taða; til forna voru tún vanalega nefnd völlur eða
töðuvöllur. Stœrð túna og rækt er mjög mismunandi á
Is-landi, og flatarmál þeirra allra vita menn ekki enn með
vissu. Eftir skepnufjölda og fóðri þvi, sem þær þurfa,
reiknaði Einar Ásmundsson 1870, að alt slægjuland á ís-

x) Tún þyðir liklega uppruualega umgirt land (gerði), er sama
orðið og town á ensku. toon á skozku, zaun á þýzku, tuyn á hollensku,
garður, umgirt landspilda. Sbr. kauptún. í Noregi og á Færeyjum hafa
menn hausavíxl á þýðingu orðanna bær og tún, kalla túnið bö og bövur,
en bæinn með hlaði og húsagarði tún. Sbr. Björn M. Olsen í Tímariti
Bmf. 1895, bls. 54-55.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free