- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
91

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Tún og túnrækt.

91

landi mundi vera 20 ferh. mílur (1120 ferh. km.), þar af 4
ferh. mílur (224 ferh. km.) tún og 16 ferli milur (896 ferh.
km.) engjar.1) Petta mun vera allnærri sanni. Eftir
bún-aðarskýrslum var stærð túna 1909 talin 8.31 ferh. mílur
eða 187,8 ferh. km. 1912 61,455 dagsláttur eða 196,i ferh
km. 1914 61.756 dagsláttur, 197 ferh. km. t*etta mun vera
heldur lágt reiknað eftir kúafjölda og töðufalli. mun réttast
að telja, að túnin séu nálægt 4 ferh. mílum að flatarmáli2)
og er það litil ræktun á svo stóru landi, þar sem vér
höf-um að kalla takmarkalausa viðáttu til ræktunar. Framför
i túnræktun hefir verið allmikil á seinni timum á stöku stað.
einkum kringum Reykjavík og aðra kaupstaði og svo i
nokkrum sveitum á ýmsum jörðum; en þegar landið er
tekið i heild sinni, er framförin líklega ekki mjög mikil.
efasamt hvort flatarmál túna hefir vaxið nokkuð að mun,
en allviða hafa þau verið mikið betur ræktuð en áður.
Margar jarðir, einkum á útkjálkum, hafa á seinni árum lagst
í eyði eða fallið i órækt og þá gengur ræktunarframför
alls landsins í sjálft sig aftur, þó hún sé nokkur sumstaðar.

A fyrri öldum, sérstaklega á 13 —16. öld, hafa túnin að
öllum likindum verið töluvert stærri. þegar menn höfðu
hin miklu kúabú og má víða sjá þess merki, einkum á
höfuðbólum, að túnin hafa minkað að mun. Afturförin
mun hafa verið stórstigust eftir miðja 16. öld og út hina
18. Magnús Ketilsson sýslumaður segir 1792, að jarðrækt
fari þá mjög aftur, svo »tún, sem í manna minnum gáfu
af sér 100 — 120 hesta, gefa nú af sér 50—60 hesta«.3) Sveinn
Sveinsson búfræðingur segir 1873: ’Það er alls eigi sjaldan,
hvorki fyrir vestan eða norðan, að sjá má, að túnin hafa
verið talsvert stærri áður, en þau eru nú, og má það bezt

l) Einar Ásmundsson: Um framfarir íslands. Khöfn 1871. bls.
16-17. Sbr. Lögfræðingur III, bls. 145.

*) Samkvæmt lögum 3. nóv. 1915 á að vera búið að mæla öll
tún og matjurtagarða utan kaupstaða árið 1920. (Stjórnartíðindi A.
1915, bls. 179). Páll Zóphóníasson. Túnmælingalögin (Freyr XIII, 1916,
bls. 25-27).

s) Gömlu Fólagsritin XII. bls. 2.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free