- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
92

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

92

ííotkun grasleudis og haga

marka af kinum gömlu túngörðum. er víða sjást menjar til
og standa talsvert fyrir utan það, sem ræktað er af
túnun-um nú og eru milli túngarðanna og garðbrota þessara
annaðhvort graslitlir þúfnamóar, eða flagblásnar þúfur.
Einatt sór lika brot af tveimur túngörðum, öðrum utar en
hinum innar, og sést þá, að ytri túngarðurinn er eldri og
lægri, hinn þar á móti hærri og nýlegri, og þó er oft svo
mikil órækt komin fyrir innan hann, að eg alls eigi efast
um, að ef þeir bændur, sem nú búa á jörðum þessum, færu
að girða um tún sin, þá mundu þeir setja garðana
tals-verðan spöl fyrir innan þessa innri garða, þvi þar spöruðu
þeir bæði tima og peninga, en mistu ekkert, það er að
segja. ef þeir ætluðu sér að halda áfram i sömu stefnu og
áður. Að túnin eru svo illa vaxin og viða orðin miklu
minni en áður, er einungis vanhirðingu og áburðarleysi að
kenna*.1) Annars hefir ílatarmál hins ræktaða lands jafnan
verið stopult, af þvi svo margar jarðir, einkum smábyli og
fjallabýli, stöðugt hafa verið lögð niður eða tekin upp aftur
á víxl með löngum árabilum.

Hve mikla töðu hver dagddtta gefur af sór er mjög
mismunandi eftir ræktuninni, en þó hefir jarðvegur og
ár-ferði eðlilega allmikil áhrif á afraksturinn.2) Ræktun túna
hefir sennilega farið töluvert fram á 19. öld og framan af
hinni 20. öld, svo meira fæst af dagsláttu en áður, en þó
mun það lítið ennþá sumstaðar; þó ræktunin sé mjög góð
á stöku stað, þá hefir það ekki mikil áhrif til jafnaðar yfir
alt landið. Túnræktin er afar misjöfn i ýmsum héruðum,

’) Skýrsla Búnaðarfélags Suðuramtsins 1872-1874. Kvík 1875
bls. 15.

2) Afrakstur túna hefir jafnan verið mjög mismunandi eftir
ár-ferði. Harða árið 1811 er sagt að 160 hestum hafi verið færra af
Leir-ártúni en vant var, og Stelán amtmaður fékk 600 hesta alls á
Hvítár-völlum, en 1200 voru í meðalári. (Arferði á íslandi bls. 211). Sumarið
1908 fengust á Hvanneyri 700 hestar af töðu, en ailur heyskapurinn
varð rúmir 3000 hestar af vænu bandi. S. á. heyjuðust í
Kaldaðar-nesi 2800 hestar (Freyr V, bls. 127). Sumarið 1916 heyjaðist með bezta
móti á Suðurlandi, þá fengust 2500 hestar á Selalæk og 2000 hestar í
Deildartungu (Freyr XIII, 1916, bls. 4).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free