- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
96

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

96

ííotkun grasleudis og haga

tún voru þá á Ketilsstöðum. 32 dagsláttur með 250 hesta
afrakstri. og á Eskifirði. 30 dagsláttur með 360 hesta [-he}-feng.-] {+he}-
feng.+} Torfi Bjarnason segir 1903. að heimatúnið i Olafsdal,
sem alt hefir verið sléttað og er 21 dagslátta að stærð, gefi
af sér árlega 240—280 hesta af töðu í fyrra slætti, en 60—
120 hesta af há. hesturinn 200 pd., og verður það 18—25
hestar af dagsláttunni með vanalegu bandi. Túnið á
Fells-enda hefir lika alt verið sléttað og er 28 dagsláttur, af þvi
fást vanalega 400 hestar eða 18 hestar af dagsláttu af
smá-bandi1) Arið 1903 voru tún á Vestmannaeyjum 170
dag-sláttur að stærð og gáfu af sér 2113 töðuhesta,2) eða 127»
hest að meðaltali hver dagslátta.

Einsog kunnugt er. kalla menn þann vallarflöt
dag-sláttu, sem er ferhyrningur. 30 faðmar á hvern veg, eða
900 ferh. faðmar að flatarmáli. Dagslátta hefir að fornu
fari verið kölluð eyrisvöllur, af því kaupamenn áttu að slá
hann á dag og taka eyrir (6 álnir) fyrir i kaup og fæði.
T Búalögum segir: »frítugur á að vera eyrisvöllur á hvern
veg horna á milli á sléttum velli eða litt þyfðum i soddan
máta, að þú skalt mæla hann með þrítugum vað. og leggja
vaðinn niður á milli hinnar þriðju hverrar þúfu, ef
hnappa-þvfi er. Pað er kölluð dagslátta og meðalmanns verk«.3) Ef
talið er eftir dönsku nútiðarmáli, þá er sláttur dagsláttu
meira en meðalmanns verk, er lítil ástæða til að ætla, að
fornmenn hafi allir verið það meiri sláttumenn.
Orðugleik-inn og ósamkvæmnin liggur i því, að hin forna dagslátta
er alt önnur en hin nýja, og hafa menn eigi athugað. að
flatarmálið hlaut að breytast með lengdarmálinu. Hin forna
íslenzka lögalin. sem var i gildi til 1200, var eftir rannsókn
dr. Björns M Olsen 49,143 sentimetrar eða 18.79 danskir
þumlungar; árið 1200 var stikan lögleidd, en það var raunar
sama mál, þvi stika var réttar tvær álnir fornar.
Mál-faðmur var frá alda öðli talinn jafn meðaimanns hæð, eða

») Búnaðarrit XVII, bls. 68- 69.

s) Einar Helgason\ Vestmannaevjar (Búnaðarrit XYIII, bls. 226).
s) Búalög. Rvík 1915, bls. 31, 55, 70.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free