- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
97

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Tún og túnrækt

97

3^/a forn alin, faðmurinn þá 05,76 d. þuml. eða 172 sentimetrar.
Pað er enginn efi á þvi, að átt er við forna málfaðma, þegar
Búalög tala um dagsláttu, en siðar hafa menn af þekkingarleysi
og hugsunarleysi miðað dagsláttuna við seinni tima álnir og
faðma; Hamborgaralin kom hér inn með þyzku verzluninni
á 16. öld og var síðar kölluð islenzk alin, hún var 219/n d.
þuml. eða 57.064 sentimetrar (um 22 þuml.), sú alin var lögalin
fram til þess, að danskt mál var lögboðið með tilskipun 30.
mai 1776, en dönsk alin er 24 þuml. eða 62,77 sentimetrar.
Af þessu leiddi mikinn rugling á hugmyndum manna um
stærð dagsláttu og þá eðlilega skakkar hugmyndir um
meðal-sláttumann og heyvinnu og við það urðu ýmsar
fornar kröfur og kvaðir harðar og ósanngjarnar. Hefir þessi
hugmynd um dagsláttustærðina haldist fram á þennan dag
hjá alþýðu, þrátt fyrir það að Páll Yidalin lögmaður (1667 —
1727) fyrir löngu hafði bent á,1) að hin forna dagslátta var
minni en sú dagslátta, sem þá tíðkaðist. Séu hinir fornu
málfaðmar reiknaðir sem fyrr segir, verður islenzk dagslátta
743,8 danskir ferh. faðmar, en eigi 900 sem vanalega er
talið, og skiljast þá betur ákvæði Búalaga um
meðalmanns-verk o. fl. þar að lútandi.2)

Túngaröar eða girðingar munu nú vera kringum fjölda
mörg tún á Islandi, þó engan veginn kringum öll; víða eru
lika traðir. með görðum beggja megin, heim að bæjum.
Sumstaðar er görðum mjög ábótavant og þeir illa hirtir og
eigi eru þau býli fá. þar sem þá vantar algjörlega. I
Austur-Skaftafellssýslu voru tún til skamms tíma víða ógirt,3) og
svo er enn allvíða i afskektum sveitum. Flestir túngarðar

») Fornyrði lögbókar blð. 23—25,

*) Nánar um þetta má lesa í hinni ágætu ritgjörð dr. Björns M.
Ólsen »Um hina fornu íslenzku alin« í Arbók fornleifafélagsins 1910,
bls. 1—27.

8) Búnaðarrit XX, bls. 30. I öllum Breiðdal var 1904 aðeins eitt
tún girt. A Héraði eru tún girt á stöku stað. þó tiltölulega mjög
ó-víða. I Yopnafirði hafa eigi allfá tún verið girt með torfgarði fyrir
mannsaldri síðan. Mú eru þær girðingar eyðilagðar að mestu. A stöku
stað eystra er farið að nota gaddavír til túngiiðinga að einhverju
leyti, einkanlega í fjörðunum. Freyr II, bls. 5.

7

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free