- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
98

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98 Tún og túnrækt

á 19. öld voru hlaðnir úr torfi, sumir úr mýrahnausum eða
sniddu. A stöku stað eru túngarðar úr grjóti og torfi og
sumstaðar virgirðingar ofan á lágum torfgörðum,1) en
sum-staðar virgirðingar eingöngu. Vörzluskurðir eru sumstaðar
fram með túngörðum eða þá einsamlir við parta af túnum,
eftir þvi sem hagar landslagi. Sumstaðar eru grjótgarðar
kringum tún, annaðhvort tvíhlaðnir eða einhlaðnir og mjög
mismunandi að gerð og varanleik, þeir sjást hingað og
þangað um landið, en eru algengastir við sævarsiðuna og
þar sem nægt efni er fyrir hendi. Girðingar úr tré eru
óalgengar, nema sumstaðar i kaupstöðum og sjóþorpum
kringum litla bletti. A seinni árum hafa gaddavirsgirðingar
aukist mjög viðsvegar um land, eigi aðeins kringum tún.
heldur hafa menn líka sumstaðar girt engjar, hagalönd og
afréttarlönd.2) Girðingalögin 19. des-. 1903 og 22. nóv. 1913s)
komu mikilli hreyfingu á girðingamálið; allmikið fé var
lagt fram úr landssjóði til að kaupa gaddavir og járnstólpa
og til lána einstökum mönnum og sýslufélögum. Girðingar,
sem gerðar voru á árunum 1S61 —1910 námu 552 milum og
þaraf voru gerðar 142 milur af gaddavirsgirðingum á
árun-um 1901 —1910;4) á árunum 1911 — 1914 voru gerðar 1877
km. af alskonar girðingum, þó langmest virgirðingar (1606
km.). Landsbúnaðarfélagið hefir hvatt til girðinga og styrkt
menn og félög til samgirðinga.5)

Fornmenn sýndu dugnað sinn i garðhleðslum sem öðru,
túngarðar eða vallargarðar munu þá eflaust hafa verið á

’) fórhaliur Bjarnarson (Búnaðarrit SYIII. 1904, bls. 180) og
Torfi Bjarnason (Ándvari XXXVII, 1912, bls. 92—93) telja slika garða
framtíðargirðingar, hentugastar hér á landi.

5) í Frey VI, 1909, bls. 113—116 eru talin mörg dæmi úr ýmsum
héruðum.

3) Stjórnartíðindin 1903, A. bls. 326—333; 1913, bls. 194—197.
Um girðingamálið var á þeim árum mjög mikið rætt og ritað. Sbr.
t. d. Freyr I, bls. 25—34; VI, bls. 73-76.

4) Landsliagsskýrslur 1911, bls. It9—200. Búnaðarskýrslur 1914,
hls. 14.

5) Búnaðarrit XXIV, 1910, bls. 233-234. Samþyktir um
sam-girðingar i Stjórnartíðindum 1914 B. bls. 161—162, 292-294.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free