- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
99

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Túngarðar

99

ílestum bæjum og þá voru líka víða landamerkjagarðar,
hagagarðar, engjagarðar og vörzlugarðar af ýmsu tægi, þeir
bygðu jafnvel garða fyrir gil, þar sem skriðuhætt var;
lögðu fornmenn mikla áherzlu á garðhleðslur, enda er þeirra
mjög oft getið í fornum lögum. I Grágás var ákveðið, að
allur ágangur búfjár á tún, akra og engi varðaði við lög,
enda er álitið sjálfsagt að menn girði lönd sín, og skyldir
eru menn að girða engi, ef það er í annars landi.1)
Jóns-bók segir: »garðr er granna sættir« og >hverr maðr skal
löggarð gjöra um töðuvöll sinn«, »en þat er löggarðr, sem
5 feta þykkr er við jörð niðri, en þriggja ofan, hann skal
taka í öxl þeirn manni af þrepi, er hann er hálfrar fjórðu
álnar hár«.2) Pað mun láta nærri að garðurinn eftir því
eigi að vera 5 feta hár. Auðsjáanlega er hér átt við
torf-garða, en allir garðar eru löggarðar, ef þeir eru gripheldir.
Eftir Jóusbók voru menn þannig réttlausir fyrir ágangi
fjár, ef þeir höfðu ekki löggarða um tún sín. Pegar
Jóns-bók var lögtekin á alþingi 1281, voru bændur óánægðir
með þessi ákvæði. og bendir það til þess að þeir muni ekki
allir hafa haft löggarða um tún sin og ekki viljað láta
skylda sig til að byggja þá,3) krefjast þeir þess á þingi. að
»helgi túns, engja og akra« haldist sem fyrr,4) enda varð
það til þess, að lagafyrirmæli þessu var breytt með
réttar-bót Eiríks Magnússonar 2. júlí 1294 5) Par er lögboðið að
full skaðabót skuli greiðast fyrir beit töðu, akra og engja
»þó að eigi sé löggarðr um«, en »sk3rlt er að hafa löggarð
hvar sem hlaðið er korni eða töðu«.

Eftir orðum Jónsbókar er helzt átt við torfgarða, en
grjótgarðar voru lika tíðir til forna, og er þeirra alloft getið

1) Grágáa 1852, II, bls. 95-96.

2) Jónsbók. útg. Ól. H. bls. 160. Sbr. Lögfræðingur I. bls. 19-20.
s) I Re\’kdæla sögú kap. 15, bl. 48—49 segir svo: »Bóndi þóttist

þurfa að láta gera garð um tún sitt fvrir þingmönnum, at eigi beitti
þeir upp völlinn«. Bendir þetta og til þess, að ekki hafa öll tún
verið girt.

4) Biskupasögur I, 719, 723. Dipl. isl. II, bls. 208.

5) Lovsamling for Island I, bls. 17-22. Dipl. isl. II, bls. 282-288.

7*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free