- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
100

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

100

Tún og túnrækt

í fornum bréfum. Fornmenn hljóta að hafa lagt mikla
vinnu i garðlagningar. þvi viða sjást enn leifar af
afar-löngum görðum út um móa og jafnvel upp um heiðar,
hafa-það líklega verið landamerkjagarðar eða varnargarðar, eða
afgirtar hagaspildur fyrir jmsar tegundir búpenings. Er
auðsætt að girðingar þessar hafa verið vel gjörðar, úr þvi
eftirstöðvar þeirra enn sjást, eftir svo margar aldir.1) Einna
mest ber á slíkum girðingum víða út um haga i
Þingeyjar-sýslu. A laudamerkjaskrá fyrir Hafralæk, Garð, Skriðu o. fi.
jarðir i Aðaldal árið 1263 sést vel, hve margbrotnar
girð-ingar hafa verið i þvi bygðarlagi, og bændur skyldir að
halda lokuðum hliðum svo eigi gengi peningur á engjar og
tún.2) Pess er og getið í fornum bréfum, hverjir bændur
eigi að halda við varnargörðum á dala-afréttum, þannig
eiga. 1397, bændur í Kræklingahlið, sem eiga upprekstur á
Glerárdal, að halda við garði fyrir dalinn, og 1351 er þess
getið, að nokkrir bæir, sem eiga beit i Höfðanum á
Skaga-strönd, eru skyldugir að halda við hagagarði3) o. s. frv. Pað
þótti snemma mikið til þeirra manna koma, sem voru góðir

r

garðlagsmenn. I Fljótsdælu er um lok 10. aldar getið um

r

Asbjörn veggbamar, »hann var svá mikill meistari á garðlag,

at þat er til marks, at þeir garðar standa enn á Austfjörð-

um, er hann hefir reista«, segir söguritarinn, hann »lagði

garða um tún manna og svo merkigarða«. Posteinn Egils-

son lét gera garð um þvera Grisatungu, milli Langavatns

og Gljúfrár og »lét þar at vera marga menn um várit«.4)
t

A seinni öldum, þegar kyrkingurinn fór að koma í alt
þjóðlíf Islendinga og bjargræðisvegunum fór að hnigna að
mun, lögðust fyrst niður hagagarðar og landamerkjagarðar,
svo sukku bændur dýpra og dýpra, og um miðja 18. öld
voru menn svo langt leiddir, að flestir túngarðar voru fallnir,

’) Stórum varnargarði fornum yfir Haukadal við Dýraíjörð er
lýst í Árbók fornleifafólags 1883, bls. 28.

») Dipl. isl. II, bls. 3—4.

3) Dipl. isl. III, bls. 620, 56.

<) Fljótsdæla saga. Rvík 1896, bls. 59-60, 61. Egilwaga 1892,
kap. 83, bls. 274.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free