- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
102

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

102

Tún og túnrækt

að byggja skuli túrigarða um öll tún á Islandi og lagðar
við sektir, ef ekki er hlýtt þeim fyrirmælum, að bóndi hver
skuli árlega hlaða 5 faðma af steingarði á ári eða 8 faðma
af moldargarði fyrir sjálfan sig og eins mikið fyrir hvern
verkfæran karlmann á heimilinu; ef hlaðið var fram yfir
hið ákveðna mál, var heitið verðlaunum. Pessi upphvatning
varð til þess, að nokkrir bændur í lok 18. aldar hlóðu
tún-garða, en svo komst alt i sama horfið aftur, enda gengu þá
móðuharðindin yfir og mörg önnur bágindi. Enginn eða
fáir hlýddu konungsboðinu um túngarðahleðsluna,
hrepp-stjórarnir, sem áttu að hafa umsjón með þessu og áttu að
draga hina seku fyrir dóm, voru jafnsekir hinum og alt
lenti í tómlæti og hirðuleysi. Peir sem sáu sér hag i að
girða, hirtu verðlauniu, sem stjórnin og landbúnaðarfélagið
danska voru óspör á. A 19. öld fóru bændur smátt og
smátt að rakna við, bæði fyrir uppörvanir ýmsra rithöfunda
og af eftirdæmi einstakra manna, og siðan fóru
búnaðar-félögin að ýta undir framfarir i þessum sem öðrum
grein-um búnaðarins, en verulegt skrið kom fyrst á girðingamálið
á 20. öldinni.2) Langt fram eftir 19. öld sáust túngirðingar
ekki nema á einstöku bæ i mörgum sveitum, i gróandanum
og um sláttinu var strákur eða stelpa með hrossabrest og
hund víða látin vaka 37fir túni og var það oftast að litlu
gagni, peningurinn kom jafnóðum aftur sem hann var
rekinn.

A sumum bæjum eru trabir heim yfir völlinn að bæjar-

Yerðlaunaveitingarnar fyrir túngarðahleðslu og rnargt annað
eru taldar í ÍTÖmlu Félagsritunum og i formála f\-rir Ferðabók Olavii.

s) Um túngarða og girðingar hafa meðal annara ritað: Jón
Sveinsson í Gömul Félagsrit I, 1781, bls. 169—170. Jón Helgason: Um
þúfnasléttun og túngarðahleðslu (Biinaðarrit húss- og
bústjórnar-félagsins I, 1. Viðey 1839, bls. 27—46). Tórnás Sœmundsson í Fjölni

V, 1839, bls. 34—38. Sveinn Sveinsson í Skýrslu Búnaðarlélags
Suður-amtsins 1872—74. Rvík 1875, bls. 15, 19. Guðmundur Einarsson í
Tímariti Bókmentafélagsins I, 1880, bls. 42—44. Sigurður Sigurðsson:
Um girðingar (Búnaðarrit X, 1898, bls. 59—7’2. Páll Briem: Agangur
búfjár (Lögfræðingur I, 1897, bls. 1—34: II, bls. 70-83). Sbr. Ýmsar
greinir í Búnaðarriti eftir 1903. Freyr I, bls. 25—34 o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free