- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
103

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Traðir

103

hlaði, til þess hestar eigi sparki út túnið, en það er hvergi
nærri alstaðar, þó girt sé; hestaréttir eru á stöku stað, til
að láta i hesta ferðamanna, helzt á heldri bæjum,
þingstöð-um og kirkjustöðum. Traðir liafa líklega verið að bæjum til
forna, þó þess sé eigi getið; þó segir i Njálu (kap. 76)
»traðir voru fyrir ofan garðinn at Hliðarenda« en það er
þó efasamt hvort það hafa verið traðir i nútíðar merkingu,
iiklega heldur fjártraðir.1) Menn virðast hafa kallað
trað-irnar geilar og garðana fram með þeim geilagarða, um
geila-garðshlið er talað í Sturlungu.8)

Túnin isleuzku eru mjög mismunandi að gæðum eftir
jarðvegi og legu þeirra. Þykt jarðvegsins og efni er
mis-munandi, túnið getur hafa verið ræktað á klöppum, eða
holtum, i mýrlendi, á harðvelli. i fjallshlíð eða á sléttu og
orsakast af þessu öllu mismunandi eðli ogmismunandi
jarðar-gróður; þó gætir þess minna þar sem ræktin er góð.

fúfur. túnftsléttun. púfurnar eru aðaleinkenni íslenzkra
túna, þrátt fyrir allar jarðabætur, mun verða langt í land
þangað til hægt verður að útrýma þeim. Púfur af sama

Tröð hafði einnig aðra þýðingu til forna, svo voru kölluð
um-girt svæði fyrir fénað. 1 máldaga Gaulverjabæjar 1220 stendur: »allir
þ»ir menn, sem sambeit eigu upp á völl, skulu bafa í tröð fé sitt of
vetr upp frá Ólafsmessu« (Dipl. isl. I, 404; II, 671; III, 114). 1360 er
nefndur »traðastaður« og hrossabeit, er tilheyrir Mel í Miðfirði (Dipl.
isl. III, 166) og virðist það vera girðing fyrir hross líkt og
»hrossa-stöðull*. sem nefndur er 1356 (Dipl. isl. III. 114). Til skamms tíma
hafa umgirt svæði fyrir búpening í ýmsum héruðum verið kölluð
»traðir« og verið kallað að »traða fé« þegar það var látið inn í slíkar
girðingar. I Skaftafellssýslum hafa menn haft nátthaga fyrir hesta, er
þeir kölluðu traðir. í Jónsbók er (bls. 139) -talað um »traðgjöf«
handa hrossum; þar er líklega átt við umgirt svæði, er útigangshestar
voru látnir í, þegar þeim var hjúkrað með moði og öðrum úrgangi úr
heyi. Hvort orðið »tröð« í staðanöfnum á íslandi á nokkuð skylt við
akuryrkju, eins og dr. Björn M. Olsen heldur (Búnaðarrit XXIV, 1910,
bls. 89), er efasamt. Arið 1470 er getið um »akurtröð í Svínanesi« í
Þorskafirði (Dipl. isl. V, 591) og þýöir það víst alveg sama sem
akur-gerði, girtur akurblettur, og að »akur sé í tröð« bendir til þess, að
ekki sé sáð í hið umgirta akurland, en að það sé notað til beitar eða
sem nátthagi.

2) Sturlunga. Rvík útg. II, bls. 362. Biskupasögur I, bls. 748.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free