- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
105

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Pdfur

105

sést bezt á fjallaraýrura, á þúfum þeim sem kallaðar eru
»dys« eða >rústir«. Af þrýsting frostsins og vatnsins að
neðan rifna þær oft að ofan og gubba úr sér leirleðju og
mold. í*ar .er mismunurinn svo mikill á þurkinum, að alt
annar gróður er að ofan en að neðan á þúfunum,
þurlendis-gróður að ofan. mýragróður að neðan; uppgufunin mikil á
þúfna-hryggjunura, en hið neðra standa þær i vætu. Púfur
geta myndast alstaðar i túnum og utantúns, þar sem
jarð-vegur er leirblandinn og með sprungum, par sem botnklaki
er fram eftir vorinu og afrás vantar fyrir leysingavatnið,
svo það verður að gufa upp af þúfnakollunum. en vætan,
sem sýgst upp að neðan. frýs og þiðnar á vixl. fannig
er oft mikið þýfi i móum og kvistlendi. Harðvelli ofan á
möl er vanalega þúfulaust, því grunnvatnið staðnæmist
ekki. getur hæglega komist burt, frýs ekki saman í
botn-klakahellu. Sem kunnugt er, eru til margar þúfur af öðru
tægi. Stundum eru þær eðlilegar ójöfnur á grýttri
undir-stöðu jarðvegsins, stundum eru þær myndaðar af
blaðhvirf-ingum ýmsra jurta eða rótarflækjum, t. d. af melgresi eða
fjöruarfa. Sumstaðar myndast þúfnahnúskar af miklura
á-burði á sama stað (hundaþúfur, fuglaþúfur). Par sem
grunn-vatnið stendur mjög hátt i jarðvegi eða þekur hann og frýs
i samanhangandi hellu, t. d. i mýrura og flóura, myndast
smáþúfur af stararflækjum og mosa, en dys eða rústir til
fjalla eru vanalega flæðumóar á takmörkum mýra og móa.

Viðleitni Islendinga til jarðabóta hefir aðallega verið
innifalin i þúfnaslóttun. Púfurnar hafa verið til frá
land-námstið, en hvergi er þess getið, að fornmenn hafi glímt
við þær eða sléttað á svipaðan hátt sem nú er titt; en
likindi eru til þess, að surnir bændur til forna hafi árlega
stungið upp teiga i túnura likt og enn tiðkast i Færeyjum
og hefir verið algengt í Noregi. Bæði i Grágás og Jónsbók
stendur1): »Menn eigu at brjóta jörð, ef þeir vilja, til taðna
sér eða akra, þó at fleiri eigi saman, ok eigu þeir
jafn-góðri jörðu at auka sina töðu, er síðarr auka«. Þetta virðist

’) Grágás 1852. II, bls. 89. Jónsbók (Ól. H.) bls. 121.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free