- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
106

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

106

Tún og túnrækt

benda til þess. að menn hafi pælt upp eða plægt teiga af

töðuvelli alveg eins og akra. Líklegra er þó að menn

hafi stungið upp velli og akra, eins og enn á Færeyjum,

plægingar liafa þá viðast verið lagðar niður. Búalög telja

það meðaltnannsverk »að velta fjórðungslandi á dag« og er

það sennilegt verk, ef pælt er, en hlægilega lítið ef plægt

t

er. Fjórðungsland er eftir reikningi Björns M. Olsen 48,7
ferh. faðmar. Jón Sveinsson ræður 1781 til að rækta tún
smátt og smátt á þenna hátt, sérstakiega þau sem mikill
mosi er i; vill láta plægja eða pæla upp teiga á haustin, sem
hann segir að verði að töðuvelli á þriðja ári; en á meðan
fiögin eru opin, vill hann láta sá nytsömum fóðurjurtum í
teigana.1)

Bændur munu fyrst eftir miðja 18. öld hafa farið að
slótta tún, liklega eftir erlendum áhrifum og bendingum.
Samkvæmt tillögum landsnefndarinnar gaf stjórnin út hina
fyrrnefndu tilskipun um túngarða og túnasléttun. Fáeinir
framtaksmenn sléttuðu þá nokkra bletti,2) sem þó flestir
innan skamms féllu i órækt og vanhirzlu hjá
eftirkomend-unum. Margir hlógu að jarðabótunum og töldu þær
þýð-ingarlaust kák3) Fyrirskipuninni um sléttun og
túngarða-hleðslu var alls ekki hlytt og þó býður konungur
strang-lega, að þúfurnar skuli »árlega burttakast« og að
»sér-hvor. er hefir þýft tún. skal árlega slétta og jafna 6 faðma
i ferkant fyrir sjálfan sig og eins mikið fyrir hvörn
vinnu-færan karlmann, sem hann hefur til verknaðar og brúkar
til jarðarinnar fyrirvinnu«, þeim, sem framkvæmdu meira,
er heitið verðlaunum. I nágrenni við hina miklu framfara-

’) Göinlu Félagsritin I, bls. 181—182.

a) Olavii Oekon. Rejse, bls. 198. 252.

3) Sbr. Atli 1783, bls. 115. ísleifur Einarsson há^’firdómari
var hæddur fyrir þúfnasléttun (Bréf Páls Melsteds bls. 34),
hon-um þótti engin iæging í því, að standa aleinn við þúfnasléttun á
Brekku á Alftanesi, milli embættisstarfa. Pegar hann tók við túninu,
gaf það af sér 1 l/a kýrfóður eftir 4 sláttumenn, eftir 15 ár gaf það af
sér 6 kýrfóður. og síðar, er alt var komið í fulla rækt, 8 kýrfóður eftir
einn sláttumann á jafnlöngum tima. J. Johnsen’s Hugvekja 1840, bls.
147-148.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free