- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
107

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Túnasléttun

107

menn, Björn prófast Halldórsson í Sauðlauksdal og Magnús
syslumann Ivetilsson í Búðardal og nokkra aðra
dugnaðar-menn. munu þó dálitlar búnaðarframfarir hafa átt sér stað,
en sú viðleitni mun víðast hafa kulnað út i hinum miklu
harðindum fyrir og eftir aldamótin. Eftir að stjórnin, 1817
—1820, hafði látið kenna þrem efnilegum bændasonum
ís-lenzkum jarðrækt og garðyrkju,1) fór dálítið að lifna áhugi á
jarðabótum hjá stöku bændum, sem lærðu af þessum
bænd-um eða fóru að dæmi þeirra. Svo fóru túnbætur smátt og
smátt að aukast, einkum á góðu árunum fyrir miðja 19.
öld, og ekki vantaði heldur upphvatningar hjá leiðtogum
lvðsins, eins og Baldvini Einarssyni, Tómási Sæmundssyni,
Jóni Johnsen yfirdómara,2) Jóni Sigurðssyni forseta og
fleir-um. Verulegt skrið komst þó ekki á jarðabæturnar fyrr en
seinast á öldinni, einkum fyrir áhrif búnaðarskóla og
bún-aðarfélaga. Framfarirnar í þessu efni hafa verið hægfara
framan af. A árunum 1861 —1870 voru að meðaltali árlega
sléttaðar aðeins 32 vallardagsláttur á öllu landinu, 1871—80
63 á ári, 1881—90 128, á árunum 1891 -1900 voru árlega
sléttaðar 378 dagsláttur, 1901 — 1905 310, en 1906—10 862
dagsláttur árlega að meðaltali. Púfnasléttunin hefir aukist
mest eftir 1890 og voru á 20 árum, til 1910, alls sléttaðar
11193 dagsláttur (3571 ha.), en á 30 árum, frá 1861—90,
að-eins 2230 dagsláttur (711 ha,). Siðan hefur túnasléttun aftur
minkað og á árunum 1911 —1914 voru eftir skýrslum
bún-aðarfélaga aðeins sléttaðar 3288 dagsláttur (1049 ha.), eða
822 dagsláttur á ári; nokkuð hærri verður þó þessi tala,
þegar það er talið sem sléttað hefur verið utan félaga,
tún-græðslur utan túna o s. frv. Talið er að uú sé búið að
slétta 5. hluta allra túna af mannahöndum; en mörg tún
eru slétt frá náttúrunnar hendi víðsvegar um land, en einna
algengust eru þau i Skaftafellssýslum.

Landfræðissaga III, bls, 192; IV, bls. 270.
’) Um verka- og tímasparnað við þúfnasléttun ritar Jón
John-sen í Hugvekju 1840, bls. 141—143. Um heyfall af þj’fðu og sléttuðu
túni. Víkverji I, 81. Skýrsla Búnaðarf. 1875, bls. 17. Gl. Félagsrit X, 156.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free