- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
122

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

122

Tún

amtmaður kvað svo á, að landsetar á konungsjörðum nyrðra
ættu að bera 40—50 taðhlöss á dagsláttu.1) Toríi Bjarnason
telur meðaláburð á dagsláttu að haustinu 50—60 hesta af
vel geymdri. hæfilega rotinni kúamykju. en 70—80 liesta
mikinn áburð. »en á vorin má ekki bera á meira en 2/s
parta af þessu eða vart það. því þá gengur minna ofan
í«.2) Af þessu sést, að nokkuð eru skiftar skoðanir i þessu
efni, þó munu bændur óviða hafa syndgað með þvi að bera
of mikið á tún sín. Einnig hafa venjur manna verið
mis-munandi i því, hvenær borið er á og breitt úr. Einsog fyrr
var getið. hefir áburður víðast verið borinn á allseint á
haustin, oft þegar jörð var orðin frosin og ísar og snjóar
komnir. Petta hafa búfræðingar á 18. og 19. öld átalið, því
þá missist lögurinn og krafturinn úr taðinu og rennur burt
með vatninu á klakauum, bæði á vetrum i hlákum og á
vorin. undir það jörð fer að þiðna; ráða þeir t.il að bera
á snemma á haustum, áður haustrigningar byrja. og dreifa
áburðinum um leið.3) Gamalt máltæki segir: »betri er ein
haustbreiðsla en tvær vorbreiðslur«. Magnús Ketilsson
tel-ur 1792 það langbezt, »að bera á túnin eigi siðar en um
höfuðdag og moka sem bezt úr og láta siðan liggja og
á-vinna og núa ofan i að haustiuu, sem bezt verður; er þá
þvi verki lokið og þarf lítið eða ekki um að bæta að
vor-inu«.4)

Kúamykja hefir frá öndverðu verio aðaláburður á tún,
en viðast hefir mjög illa verið um hana hirt, haugstæðin
slæm og opin. mykjunni dembt beint út úr fjósdyrunum og
látin rigna þar. frjósa og snjóa; hinn íijótandi áburður
verður allur að engu, hauglögurinn rennur i svöð eða læki
eða sigur niður á litlum bletti, sem skemmist af of mikilli
stækju, svo þar vex ekkert nema arfi eða önnur
óræktar-grös. Magnús Ketilsson hvetur, 1792. bændur mjög til að

J) J. Johnsen’s Hugvekja bls. 146.

*) Andvari X, 1884, bls. 198.

3) Höldur I, bls. 72-74. Búnaðarrit I, bls. 160-161.

4) Gömul Félagsrit XII, bls. 8.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free