- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
126

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

Heyannir

innanlands og voru hafðir mislangir eftir jarðvegi, sléttlendi
og þúfum. Islenzka orfið er nú lengra og ljárinn styttri en
vanalega gerist i öðrum löndum, enda standa íslenzkir
sláttumenn beinni en hinir útlendu. Það má ráða af
Kor-mákssögu, að fornmenn hafa haft tvennskonar orf, löng orf
til engjasláttar og þá líklega styttri orf til túnasláttar; þar
er getið um »ljá í langorfi«, sem Kormákur kallar »engilé«

r

i visu.1) Eggert Olafsson segir, að ljáirnir hafi á hans tið
verið ein isíenzk alin á lengd (22 þumlungar) og tveir
þumlungar á breidd, en orfið 2x/2—3 álnir á lengd.2)
Gömlu ljáirnir voru við sláttinn bryndir 2—3 sinnum á
klukkustundu eða jafnvel oftar, stundum lagðir á
hverfi-stein og vanalega eldbornir og dengdir á steðja einu sinni
á dag. Brýnin (harðsteinar, hein) hafa víst frá alda öðli

r

verið flutt til Islands frá útlöndum, menn hafa sjaldan eða
aldrei getað notað innlent grjót til þeirra.3) Hverfisteinar
eru fyrst nefndir 1503 og eru þá mjög dvrir, hver metinn
á huudrað,4) þeir hafa þá liklega nvlega verið farnir að
flytjast til landsins, en siðar komust þeir á hvern bæ; til
skamms tíma var öllum hverfisteinum snúið með sveif. en
nú er viða í sveitum farið að nota hverfisteina með
ann-ari gerð. sem eru stignir.5)

*) Kormákssaga, 1893. bls. 10.

2) Eggert Olafsson’s Rejse I, bls. 33.

:i) Sumstaðar virðast harðsteinar í gömlum bréfum þýða annað
en brýni, 1504 er í Hítarclal talað um 7 harðsteina og 2 brýni (Dipl.
isl.YII, 746), og sama ár eru á Breiðabólsstað i Fljótshlíð »stórir
liarð-steinar 4, brýni smá og stór 14« (Dipl. isl. VII, 736); hér virðist átt við
tvær tegundir af brýnum? 1 Búalögum (1915) er mörk af
harðsteins-grjóti metin á alin (bls. 21), á öðrum stað 12 marka harðsteinn á eýri
(bls. 41). Til skamms tíma hafa ljáir verið dengdir á etöku stað
vest-an til í Noregi (F. C. Schúbeler: Die Planzenwelt Norwegens,
Christ-iania 1875, 4°, bls. 199).

4) Dipl. isl. VII, bls. 638. 667.

5) I fornum máldögum er alloft getið um slíkisteina og þýða
orðabækur það orð með Slibesten, Hvæssesten, sleekstone, a fine
whetstone, hverfisteinn o. s. frv., en sú þýðing er etíaust röng, hefir
liver höfundurinn tekið hana eftir öðrum. I sögunum kemur orðið
að-eins einu sinni fyrir í samsetningu; Hallbjörn slíkisteinsauga er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free