- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
134

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

Heyannir

Pegar heyið er þurt, er það bundið i sátur og flutt í
garð eða hlöðu, vanalega reitt heirn á hestum. Pá er
ann-aðhvort rakað saman úr flekkjunum, gjörð föng og þeim
hlaðið á reipin og svo bundið, eða bundið er úr sætum.
þegar svo stendur á, annaðhvort með því að koma
reipun-um undir sætið (drepa undir), eða reipin eru lögð ofan á,
og svo sætinu velt við, svo botninn verður upp. Af
tún-bandi er sátan vanalega látin vera vætt eða 8 fjórðungar,
hesturinn (eða kapallinn) 160 pd. (80 kg.), en sumstaðar eru
hafðir 10 eða jafnvel 12 fjórðunga baggar, og eru sáturnar
þá stundum svo síðar, að þær dragast með jörðu og eru
kallaðar dragband (dragbandsklyfjar). f*ar sem túnslægjur
eru við beitarhús, sel eða útibú, er heyinu stundum á
vetr-um, einkum á Norður- og Austurlandi, ekið heim á
sleð-um. og stundum lika útheyi. Fornmenu óku oft heyi sinu
og beittu stundum öxnum fyrir sleðann eða vögurnar, eða
þá hestum.1)

Heygarðar og hlöður. Heygarðar eru á flestum bæjum.
sumstaðar hlöður, viða eiunig heytóftir við fjárhús og
lambhús, en aðalheygarðurinn er oftast við bæinn og
fjós-ið. Hlöður voru allvíða í fornöld, en lögðust svo víðast
niður, en svo hefir þeim aftur fjölgað mjög á seinni hluta
10. aldar og á 20. öld, svo nú eru viða stórar og smáar
lilöður með járnþaki. Heygarðar voru lika algengir i
forn-öld, en voru oftast kallaðir stakkgarðar,2) stundum þó lika

son: Um heyannir (Gömul Félagsrit II, 1782, bls. 57—72). Ólafur
Steph-ensen s. st. VI. 1786, bls. 54—59, 64—70. Halldór Porgrímsson: Um
verknað við heyannir (Höldur, Akureyri 1861, bls. 92—103). Magnús
Eyjólfsson i Skáleyium: Um heyþurk í votviðrum (Norðri V. 1857, bls.
2—5, 12—14). Sveinn Sveinsson: Um grasrækt og heyannir (Andvari IV,
1877, bls. 121-161). Ólafur Ólafsson: Um heyþurk (Suðri II, 1884, bls.
51—52). Halldór Yilhjáhnsson: Heyverkun (JBúnaðarrit XXVII, bls.
161—181).

x) Fóstbræðrasaga, E-vík 1899, kap. 12. bls. 56. VígastjTssaga,
Rvík 1899, kap. 19. bls. 53. Aðferð fornmanna við heimflutning og
upp-burð á heyi sést vel á þætti Orms Stórólfssonar, þó frásögnin sé ýkt
(Fjörutíu íslendingaþættir, Rvík 1904. bls. 201—205).
2) Páll Vídalín: Fornyrði lögbókar, bls. 518.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free