- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
139

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

fleymæling

139

stöplar eða stapar látnir standa eftir undir torfþakinu. sem
þá er frosið. Partur af heyi, sem eftir stendur óleystur, er
kalláður heykleggi (sumstaðar heydes), heyveggurinn, sem
leyst er úr, heystál; rúmin milli hinna einstöku heyja eru
kölluð geilar. Heyið er borið frá heygarðinum eða
heytóft-inni til fjárhúsa eða fjóss í meisum.

Heymæling og heyverd. Hey er vanalega mælt í
hest-um, einsog fyrr var sagt, og oftast hafðir vættar-baggar,
stundum 10 fjórðunga baggar, klyfjarnar þá 80 kg. eða 100
kg. Tii forna eru málbandsklyfjar taldar töluvert stærri, 4
íslenzkar vættir, eða rúm 138 kg., ef vættin er talin 34,56
kg.,1) en i hverju klyfi voru taldir 16 heyvöndlar á
fjórð-ung eða 20 merkur.2) Málbandsklyfjar átti að binda i reipi,
sem voru hálfs 3ja faðms löng frá hvorri högld og krókur
og hnesla á, aðrir telja reipin 31/? faðm. Til forna voru
hey líka mælcl i heyföðmum og mælihlössum, og enn er
sumstaðar á Islandi, einkum i Skaftafellssýslum, hey talið
i föðmum, hver faðmur 20 hestar.3) Fyrrum hefir þó mál-

r

faðmur heys verið annar og þó nokkuð breytilegur. I
Búa-lögum ern i hverjum faðmi taldir 6 hestar og rekjuklyfjar
að auk, og skal heyfaðmurinn vera S1/^ alin á hvern veg;
en stundum er heyfaðmurinn talinn 5 kl}rfjar og
rekjuklyfj-ar að auk.4) Þá var hey einnig mælt i mælihlössum, sem
áttu að vera 4 álnir á hvern veg og 36 vætta þungar eða
9 málbandsklyfjar, en annarstaðar er mælihlass talið 33

’) Búalög, Rvík 1915, bls. 6. Björn M. Ólsen í Búnaðarriti XXIV,
bls. 151. 1340 átti að gjalcla frá Hraunbæ til Pykkvabæjarklausturs 20
klyfjar á vetrinuin af töðu, og er tekið fram, að 4 vættir eigi að vera
í klyfjar (Dipl. isl. II, bls. 740).

2) Stundum hafa verið taldir 18 fjórðungsvöndlar i hverri klyf
(Atli og Búalög 1834, bls. 177). Pönglabakkakirkja á 1318 vöndul keys
af hverjum 6 sátum of alla sveit (Dipl. isl. II. 444: V. 265).

s) Sbr. Norðanfari XIII, bls. 91.

4) Búalög 1915, bls. 6, 36, 75. Arnljótur Ólafsson (Norðlingur V,
nr. 11—12) telur málfaðm og mælihlass hið sama, 14 sextán fjórðunga
klyfjar eða 2240 pd. af heyi, einsog hinar gömlu útgáfur Búalaga.
Skoðanir manna í þessu efni eru mjög á reiki, og þyrfti málið nánari
rannsókn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free