- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
140

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

140

Heyamiir

vættir, en þó 4 álnir á hvern veg.1) Heymælingin virðist
hafa verið nokkuð mismunandi i vmsum héruðum, og
mæli-hlössum og heyföðmum er oft á seinni öldum blandað
sam-an, menn hafa þá verið búnir að gleyma hinni fornu
þýð-iugu orðanna. Heyfaðmur var á 18. öld víðast talinn
nægi-legt kvrfóður, en hann var ýmislega reiknaður i ýmsum
héruðum eftir heygæðum og öðru; Eggert Olafsson telur
heyfaðm 30 kapla,2) enda hlýtur hann að hafa verið
tölu-vert stærri en hinn forni málfaðmur, þvi forn faðmur var
varla að þyngd þriðjungur af því kýrfóðri, sem nú er talið
i minsta lagi; hafi kýrnar átt að lifa á þvi. hefir orðið að
beita þeim út á milli, og þó stöðugt svelta þær meira og
minna. enda er vist, að það var oft gert. I fornum
Búa-lögum er það talið gamalt mál, »að 2 kýr skuli vera um
töðufaðm í miðja gói, 3 að einmánuði, 4 að sumri, 8 að
síðara sumri, 16 að fardögum til þings«.3)

Verð á heyi virðist jafnan hafa verið nokkuð á reiki,
enda hefir hey sjaldan gengið kaupum og sölum til sveita,
nema á vorin i heyþröng. fegar fátæklingar i
Mosfells-sveit um 1853 seldu töðu sina til E-eykjavikur var það
tal-ið vottur um vesalmensku.4) Nú á seinni tímum. siðan
kauptún risu upp og sævarþorp. hefir hey oftar verið selt,
en mjög hefir verð þess verið breytilegt eftir
kringumstæð-um. Til forna var heyverð einnig mismunandi eftir árferði
og ástæðum. I Búalögum eru 4 vætta klyfjar af óornaðri
töðu metuar á 16 álnir þá gott er til, 18 álnir þá verra er
til, hálf mörk (24 álnir) þá harðast er til«.5) En oftast eru
málbandsklyfjar metnar á 20 álnir, en málfaðmur á
kú-gildi;6) mælihlass er metið á 3 merkur (144 álnir) þegar

M Búalög 1915, bls. 9. 35. Hér er eiiaust átt við fornar álnir og
fornar vættir.

0 Eggert Olafsson’s Rejse bls. 34, 208.

3) Búalög 1915, bls. 6.

4) Pjóðólfur V, 1853. bls. 114-115.

b) Búalög bls. 17.

•) Búalög 1915, bls. 36.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free