- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
146

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

Mýrar og engjar

slægjur eru í Kjós og í kringum Akrafjall, ennfremur í

Leirársveit og Svinadal; myrasvæðin verða þó enn víðáttu-

meiri, þegar kemur i Borgarfjörðinn, og þar eru miklar

slægjur sumstaðar, einkum i Andakíl. Yestan við Hvítá

hefst hið stóra Mýra-undirlendi, sem er ákaflega votlent

með flóum og fenjum, og bæirnir á klappaholtum, er upp

úr standa; grein af mjTafláka þessum gengur sunnan með

Snæfellsnesfjallgarði vestur um Staðarsveit, alt út fyrir

Búðahraun, og er þar alstaðar mjög grasgefið. Þá eru all-

miklar mýraslægjur í Dölum og i Saurbæ. og svo viða

mýrlendi upp um hálsa og heiðar. Fyrir vestan Gilsfjörð,

um alla Yestflrði. er litið um mýrlendi, enda eru undirlendi

/

þar óviða svo nokkru nemi. A Norðurlandi eru stærstu
mýraflákarnir upp af Húnaflóa, i Pingi. Yatnsdal og
Svina-dal, i Skagafirði og Eyjafirði, en raklendar slægjur eru
einnig viða í dölum og sumstaðar á hálsunum milli þeirra.
I t’ingeyjarsýslu eru óviða miklar slægjur, helzt við Laxá
og í Ivelduhverfi; á Austfjörðum eru fáir samanhangandi
mýraflákar, sem taka yfir mikil svæði, beztar engjar eru
þar i Fljótsdal og i Hróarstungu. Sumstaðar á
aðalhálend-inu og á heiðum þeim, sem út af því ganga. eru
víðáttu-miklir flóar og mýrar, einkurn vestan til, en
norðaustur-öræfin eru miklu hærri, og þar eru óviða flóabreiður eða
samanhangandi graslendi. Suðvestur af Snæfelli eru þó
Eyjabakkar,1) mjög loðnar, viðáttumiklar og blautar
slétt-ur, þær liggja á 600—670 metra hæð yfir sjó. einna hæst
allra mýrlenda á öræfunum; þá eru ennfremur mýrar á
Fljótsdalsheiði og á Búrfellsheiði upp af f’istilfirði. en
yfir-leitt er þó þessi hluti hálendisins mjög snauður að
saman-hangandi graslendum og viðast mjög gróðrarlítið vestur
fyrir Sprengisand. Norður af Hofsjökli eru flóa- og
mýra-blettir i Pollum og Orravatnsrústum og á Kjalvegi er víða
mikill gróður, einkum við Hvítárvatn, og eru þar
sumstað-ar flæðiengjar með miklum gróðri. Suðvestur af Hofsjökli
upp af Hreppum eru allviðáttumikil graslendi með mýrum

Ferðabók f. Th. 111, bls. 274.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free