- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
148

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

Mýrar og engjar

fleiri jurtategundir en í flóum og viða allmikill gróður, sem
hefir mikla þýðiugu fyrir heyskap og kvikfjárrækt
Islend-inga, en mjög mismunandi eru mýraslægjur að gæðum eftir
gróðri og vatnsmegni.

Einstök mýrasvæöi eru alkunn fvrir mikinn heyskap

og afrakstur, sem þýðingu hefir fyrir heil héruð. Suður-

landi er Safamýri einna frægust, þangað sækir oft fjöldi

bænda heyskap sinn. Safamýri liggur syðst i Holtamanna-

hreppi og takmarkast að sunnan af Djúpós, að austan af

Ytri-Rangá og að vestan af Kálfalæk; mýrin liggur að

mestum hluta aðeins 5—9 metra yfir sævarmáli. en hin

miklu vatnsföll, sem um hana lykja, renna sumpart hærra

en mýrlendið, og er Safamýri þvi undirorpin miklum vatna-

ágangi að austan og sunnan. Safamýri er hérumbil 4233

vallardagsláttur að stærð, á Yetleifsholt hérumbil helming

mýrarinnar (2032 dgsl.), Pykkvibærinn þriðjunginn (1464

dgsl.), en Bjólan ásamt Hrafntóftum sjötta hlut (737 dgsl.).
f

A fyrra hluta 18. aldar var Safamýri fremur graslítil og
mestur hluti hennar var alls eigi slægjuland, þá var hún
vaxin mosa og smástör og á köflum óx þar lyng og
fjall-drapi og hélst sá gróður sumstaðar fram á fyrri hluta 19.
aldar. Við breytingu þá, sem varð á vötnunum smátt og
smátt, er Pverá og Ytri-Rangá lilóðu undir sig, fór vatn
með frjófgandi leðju að sækja á mýrina og að seitlast inn
yfir hana. og af því fékk hún hina miklu frjósemi, sem allir
undrast, er sjá. Mestur er grasvöxturinn við suðurjaðarinn
og er grasið þar axlarhátt, ef rétt er úr blöðunum, og að
sama skapi þétt. Pegar riðið er um þessi svæði, er sem
verið sé að ríða þungan straum á miðjar siður, og brautin
sést langar leiðir. Eftir þvi sem norðar dregur er
grasvöxt-urinn minni. en þó alstaðar mikill. Pessi mismunur kemur
af þvi, að vatnið úr ánum flæðir jafnar og stöðugar yfir
suðurhluta mýrarinnar, heldur en norðan til. Aðalgróðurinu
i Safamýri eru þrjár starartegundir: gulstör (Carex
crypto-carpa), sem er stórvöxnust og ágætt fóðurgras, litlu verri
en taða fyrir kýr; blástör (C. rostrata) verður og mjög
stórvaxin, hún vex i blautum og fúnum flóðum og þykir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free