- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
150

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

Mýrar og engjar

var svo grafinn 3500 faöma langur skurður ’) ofanvert við
mýrina frá Frakkavatni um Flóðakeldu yfir að Bjólu. og
tekur hann móti aðrensli ofan úr hagamyrunum og þurkar
töluvert kringum sig.2)

A Suðurlandi eru mörg önnur alþekt engjasvæði,
með-al annars i Olfusi. með miklum heyskap, og er vesturhluti
þeirra kallaður Forin (Lýs. Isl. I, bls. 279) upp af
Arnar-bæli. austan við Þorleifslæk, er þar mjög grasgefið. en
á-kaflega blautt og ófært sumstaðar; þar eiga 16 jarðir
slægj-ur. 3) Pá eru og viða miklar slægjur i Flóa, þar er norðan
til mýrafláki, sem heitir Sorti, 350 — 400 engjadagsláttur, þar
er mjög grasgefið en votlent, og eiga 15 eða 16 bændur
þar tilkall til slægna.4) Neðan til i Flóa eru einnig miklir
mýraflákar, t. d. Breiðamýri vestan til og Miklavatnsmýri

r

austan til. I Biskupstungum eru mikil engi. einkum austan
við Tungufljót hjá Bræðratungu, þar er PoUengi, mjög
gras-geflð, og flæðir yfir það úr Hvítá og Tungufljóti í
vatna-vöxtum;5) hlaup úr Tungufljóti gerði þar töluverðan skaða
21. ágúst 1902. Af slægjulöndum á Norðurlandi, sem eru
viðáttumikil og alkunnug, má nefna þessi: Staðar- og
Vík-urmýrar i Skagafirði, milli Héraðsvatna og Reynistaðarár
fram að Grafarholti, eru taldar 1800 engjadagsláttur. en
svæðið þar inn eftir milli Héraðsvatna og Langholtsins
suður að Holtstjörn kvað vera um 1700 dagsláttur. Mýrar
þessar eru blautar mjög og innan um þær eru viða starar-

») Skýrsla Búnaðarfélagsins 1899, Rvík 1900, bls. 14-15.

2) Um Safamýri ennfremur: bkýrsla Búnaðarf. 1892, Rvík 1893,
bls. 25-33; 1899,VRvík 1900, bls. 9-10, 14-16. ísafold XI, bls. 161;
XIII, bls. 1—2; XIV, bls. 173. Fjallkonan XVI. 1899, bls. 29-30.
Sam-þyktarlög um verndun Safamýrar 13. apríl 1894 (Stjórnartíðindi A, 1894.
bls. 80-83).

3) Skýrsla Búnaðarfélagsins 1894. Rvík 1895, bls. 12—13, 15-16.

4) Skýrsla Búnaðarf. 1896, Rvík 1897, bls. 27.

5) Skýrsla Búnaðarf. 1897, Rvik 1898, bls. 16. Árið 1862 var
mik-ið þurkasumar á Suðurlandi, þá var Pollengi alt teigslegið, og hafði
það aldrei orðið um 27 undanfarin ár, sóktu 20 bændur þangað
drjúg-an heyskap, auk þeirra, er áttu. fá var og mikið slegið i Arnarbælis-,
forum i Olfusi. Pjóðólfur XV, bls. 15.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0168.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free