- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
152

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

Mýrar og engjar

usla. þegar þær eru straumharðar, bera undir sig mikinn
sand og möl og eru þá altaf að kvislast, breyta farvegum
og ganga sitt á hvað. Ymsar jökulár spilla þvi viða
góð-um slægjulöndum. A seinni tímum hafa einna mest brögð
orðið að þessu i ósalandi Markarfljóts, fljótið hefir mjög
gengið á lönd manna undir Eyjafjöllum. stundum hefir
ÍVerá ollað skemdum, og vmsar kvislir í Landeyjum hafa
verið ókyrrar og belgst upp yfir góð graslendi og spilt
þeim og stundum jafnvel eytt heilar jarðir.1) t*á hafa
snögg-leg jökulhlaup ýmsra fljóta fyrr og síðar gert mikið ilt,
stundum i sambandi við eldgos, sfcundum án þeirra. á þenna
hátt hafa sunnanlands heilar bygðir farið i eyði á fyrri
öld-um. Þannig hefir Skeiðará og };msar þverár i Oræfum eytt
tvær kirkjusóknir; við Kötluhlaup hefir mikil bygð eyðst á
Mýrdalssandi, þá hefir B’reiðamörk farið af fyrir ágang
jök-ulvatna o. s. frv. í Kelduhverfi ej’ddu hlaup úr Jökulsá
1717 miklum slægjulöndum. og smáar jökulár hafa lika viða
gert usla, þannig hafa Klifandi og Hafursá mjög skemt
engjar i Mýrdal. Sumstaðar stíflast ósar og ganga á landið
i kring. einsog t. d. Holtsós undir Eyjafjöllum, sumstaðar
skemma fjallalækir engjar i vorleysingum. sumstaðar
skemm-ast þær af skriðum eða sandroki, og ínargt fleira getur
orðið að meini, en stundum skapast við breytingar
náttúr-unnar miklar nýjar slægjur. þar sem engar eða litlar
voru áður, einsog t. d. á Brunasancli, i Safamýri og
víðar.

Aveitur og framskurður. Snemma hafa menn farið að
veita vatni á engjar, þess er getið í fornöld og lagaákvæði
þar að lútandi i fornum lögum.2) I Hávarðarsögu Isfirðings
er getið um veitiengi, sem var mesta gersemi, áttu Ljótr og
Þorbj örn það saman. »Yar svá skilit, at sitt sumar skyldu
hafa hvárir. en sá lækr féll fyrir neðan bæ Ljóts, er hljóp
á engit á várit. Yáru þar i stiflur ok vel um búit.« Engið

r) Sbr. Yötnin í Rangárvallasýslu ífreyr IX, bls. 13—15).
’) Grágás 1852, II, bls. 95, 97-98; Jónsbók (Ó. H.), bls.
149-150, 153.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free