- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
153

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áveitur og framskurður

153

var selt fyrir 60 hundruð. PRY er lika getið um læk, sem
veitt var á engi og hét Túnsómi, hann var seldur fyrir 20
hundruð i slátri.1) Einnig er getið um vatnsveitingar á
engjar i nokkrum skjölum og máldögum frá 13. og 14. öld.
Mikið hefir þó varla kveðið að þessum áveitum til forna,
og seinna munu þær viðast hafa lagst niður; það voru á
seinni öldum að eins fáir menn, sem veittu vatni á engjar,
þess er getið um Jón Steingrímsson prófast, að hann gróf
skurði og veitti vatni á Frostastöðum i Skagafirði, 1754—

r

56, og siðar á Kirkjubæjarklaustri.3) A 18. öld fóru lika
ýmsir að hvetja bændur til vatnsveitinga og framræslu
mýra, einsog Jón Sveinsson, Olafur Stephensen 3) og Stefán
Pórarinsson. Stefán amtmaður ferðaðist um Noreg 1779 tii
þess að skoða aðferðir manna við framskurð mýra, og 1782
ritaði hann »Stutta einfalda undirvísun um vatnsveitingar
af mýrum og þeirra meðferð, að þær beri gott gras«,4) en
stjórnin hét 1781 jafnframt verðlaunum fyrir skurðagröft.5)
Pó hafa þessar upphvatningar víst ekki borið mikinn
á-rangur nema hjá einstaka manni, og svo fór það með
þess-ar jarðabætur eins og aðrar, að hirðuleysi eftirkomendanna
eyðilagði á stuttum tima störf atorkumannanna. Framan af
19. öld og fram yfir hana miðja sést ekki getið um nein
veruleg fyrirtæki til engjaræktunar. þó var nokkuð fengist
við vatnsveitingar i Múlasýslum 1840—50,6) og 1852 er
get-ið um framskurðarfélög i Arnessýslu, og hefur
framskurðar-félag Hraungerðishrepps, sem var stofnað 1845, liklega ver-

r

ið elzt þeirra.7) Arið 1858 var búið að stofna 5 jarðræktar-

’) Hávarðarsaga Istirðings, Rvík 1896, bls. 45, 46. 70. Landnáma
1891, bls. 107.

2) Æfisaga Jóns Steingrímssonar bls. 92, 325.

3) Gömul Félagsrit I, 1781, bls. 188-191; VI, 1786, bis. 60-61.

*) Gömul Félagsrit II. bls. 30-56. 272-273. Lovs. f. Island IV,
bls. 547-548.

6) Lögþingisbókin 1781, bls. 48—49. Sbr. Lögþingisbókin 1783.
bls. 30-31.

6) Búnaðarrit VIII, bls. 34.

7) Ný tíðindi I, bls. 36, 57-58.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free