- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
154

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

Mýrar og engjar

félög í Arnes- og Eangárvallasýslum, og fengust þau við
allskonar jarðabætur, lika skurðagröft.1) Yfirleitfc var þó
lit-ið fengist við mýraræktun fyrr en á seinni hluta 19. aldar.
Um 1869 var kominn nokkur áliugi á vatnsveitingar og
framræslu á Suðurlandi og fékk Búnaðarfélagið með styrk
stjórnar og hins danska landbúnaðarfélags það ár danskan
vatnsveitingamann, Niels Jorgensen, til þess að leiðbeina
bændum i skurðagreftri. og fór liann allvíða um
suðursveit-ir og Borgarfjörð á árunum 1869—71, en 1875 var fenginn

r

annar danskur maður, P. M. Madsen, til þess starfa.2) A
þeim árum voru vatnsveitingar á útengi þær jarðabætur,
er bændur helzt vildu gefa sig við.3) og notuðu helzt bú-

r

fræðingana til leiðbeiningar í þeim efnum. A árunum 1880
—1900 var allmikið fengist við slik störf viða um sveitir.
en sumt af þeim verkum varð síðar að engu, af því
við-haldið vantaði og menn vantaði reynslu. Pá var
sérstak-lega sfcarfað mikið i þeim efnum i Fljótshlíð, undir
Eyja-fjöllum og viðar á Suðurlandi. i Staðarbygðarmýrum i
Eyjafirði, i Múlasvslum og víðar. Það er fvrst á seinni
ár-um, að menn eru farnir að átta sig á þvi. hvernig
mýja-rækt verði bezt hagað og hvernig hentugast sé að koma
fyrir framræslu og áveitum, þvi hvorutveggja verður oftast
að verða samferða, ef góður árangur á að fást.
Framskurð-ur er sjaldan nægilegur, það verður lika með köflum að
veita vatni yfir engin með nægilegum frjóefnum og útvega
reynslu fyrir, hve vatnið eigi að vera mikið, hve lengi
standa á o. s. frv. Siðan um aldamót hefur allmörgum
á-veitufyrirtækjum verið komið á. i Landeyjum, á Siðu, i
Mýrdal og Skagafirði, ennfremur hafa miklir skurðir verið
grafnir i Ölfusi, Flóa, Safamýri og viðar. Þá hafa verið
gerðar rannsóknir og mælingar til stórrar áveitu á Flóa og
Skeið; var byrjað að bollaleggja ýmislegt þar að lútandi

») Pjóðólfur X, 1858, bls. 104.

•) fjóðólfar XXI, bls. 146. Skýrsla Búnaðarfélagsins 1870, bls. 5.

-20-22; 1873, bls. 3, 5, 7, 10, 14-18.

8) Skýrsla Búnaðarfélagsins 1875, bls. 19.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free