- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
155

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áveitur og framskurður

155

fvrir aldamótin, en Búnaðarfélagið fékk, 1906, danskan
mann, K. Thalbitzer, til mælinga á þessu svæði og til
þess’ að gjöra kostnaðar-áætlun.1) Reyndist svæði það i
Flóanum, sem vatn getur náðst yfir, 109,5 km. að
flatar-máli, og var kostnaðurinn áætlaður 600 þús. kr.; á Skeiðin
má koma vatni yfir 35 ferh. km., en það mundi kosta 200
þús. kr.. eða tiltölulega miklu meira. Ekki hefir enn þá
neitt komist í framkvæmd af þessum miklu áveitum, nema.
hvað tilraun hefur verið gerð til þess að veita vatni úr
Pjórsá yfir Miklavatnsmýri, austur af Gaulverjabæ, en sú
áveita hefir ekki enn orðið að gagni, nægilegt vatn hefir

r

af ýmsum ástæðum ekki getað náðst til áveitunnar.2) A
siðustu árum hafa ýms áveitufyrirtæki verið sett á stofn,
bændur i Mývatnssveit höfðu, 1915, samtök til að stífla
Laxá, til þess að hækka vatnið í Mývatni, svo það gengi
upp á engjar þeirra. I Iieykjaclal i Þmgeyjarsýslu lögðu 8
bændur saman til að setja stíflu í Reykjadalsá og veita
henni á engjar, og 1913 lótu bændur á Hellum i
Skaga-firði gjöra vindmyllu til að hefja vatn úr Héraðsvötnum
upp á engjar þeirra.3)

Landshagsskýrslur sýna, að Islendingar hafa töluvert
unnið að jarðabótum á engjum og mýrlendum i seinni tið,
einna mest þó fyrir aldamótin. A árunum 1871—80 voru
grafnir skurðir að lengd 677 km., 1881 — 1900 1375 km. og
1900—1910 737 km. Af stíflugörðum voru hlaðnir 243.8 krn.,
af lokræsum voru 1893 — 1910 gerðir 70,8 km.,4) 1911 — 1914
40,3 km. Hinn 22. nóvbr. 1913 voru samþykt lög um vatns-

’) K. Thalbitzer: Proiekt til Vanding og Afvanding af Flói (JBede-

selskabets Tidsskrift 25. Marts 1907, nr. 6, bls. 59—84). Flóaáveitan

f

(Búnaðarrit XXI, bls. 141—149). Aveitan yfir Skeiðin (Búnaðarrit
XXII, bls. 164-166). Freyr IV, bls. 48-50.

2) Áveita á Miklavatnsmýri (Búuaðarrit XXV, bls. 76—83). Sbr.
Freyr X, bls. 13—14.

3) Almanak Pjóðvinafélagsins fyrir 1917, bls. 42. Freyr XI, bls.
31. Um engjabætur og áveitur í Mýrdal sjá Freyr V, bls. 103.

4) Ritgjörðir um framræslu og engjarækt, auk þeirra, sem
tald-ar bafa verið: Gunnlaugur Póröarson: Um túna- og engjarækt, Km-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0173.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free