- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
157

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Úthev

157

og sumt það hey. sein gott þykir á íslandi, mundi erlendis
vera álitið óhentugt til skepnufóðurs, en meltingarfæri
ís-lenzks kvikfjenaðar virðast smátt og smátt hafa lagað sig
eftir fóðri þvi, sem fyrir hendi var, svo fónaður á Islandi
dafnar ágætlega af fóðri, sem útlendur peningur eigi mundi
geta þroskast af.1)

Engjadagslátta hefur vanalega verið talin 40 faðmar i
hvert horn og þá 1600 ferh. faðmar, en margir telja
flatar-mál engja í vallardagsláttum. Heyskapur á votum engjum
er oft örðugur, og stundum verða menn að standa i vatni
við sláttinn og binda alt rennblautt, er það þá flutt á
þerrivöll eins fljótt og hægt er.2) Sumstaðar er fergin
(Equisetum limosum) slegið i tjörnum og sikjum og notað
fyrir mjólkurkýr, verða menn þá að standa í vatni upp í
mitti stundum eða skera ferginið úr bátum eða kænum.
Stundum eru smávötn og kílar svo fullir af fergini, að það
líkist engjum til að sjá. Sumstaðar eru blautar engjar
leir-runnar og með leirkeldum, og má þá gæta varúðar, að leir
blandist ekki saman við heyið. Mjög viða eru útslægjur
slitróttar, i smáblettum og geirum innan um bithaga, eða i
flóum og dreifðum myrasundum, og er þá mjög tafsamt að
kroppa heyið af jörðunni, flytja það saman og þurka.
Sumstaðar eru slægjur fjarlægar bæjum og jafnvel uppi á
hálsum og lieiðum. og verða menn þá að liggja við í
tjöld-um; er þá stundum heyjað að beitarhúsum og sumt hey
flutt heim á sleðum að vetrarlagi.

Sumstaðar hafa menn allmikinn útheyskap á þurrlendi
og i nokkrum sveitum eru engar mýraslægjur til.
Yalllend-isslægjur eru þó fremur óvíða til að mun, sem hægt er að
nota, en oft eru valllendi hentugur bithagi fyrir búpening

1) Ritgjörðir um eí’nasamsetniugu i íslenzkum jurtum og he}ri
eru nefndar neðanmáls i Lýs. ísl. II. bls. 417. Sbr. M. Gruner: Die
Bodenkultur lslands bls. 38—42. Ásgeir Torfason Freyr II, 1905, bls.
64-66.

2) Á Sturlungu (I, bls. 260) sést, að menn þá tiuttu út.hey heim
á tún til þerris.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free