- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
158

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

158

Mýrar og engjar

manna. Snöggur valllendisgróður er sumstaðar sleginn, þar
sem ekki er völ á öðru, t. d. i Grimsey, þar er bæði
lieyj-að á bjarginu og á grasblettum, sem kallaðir eru Brekkur,
svo er einnig á stöku stað á útkjálkum og á Vestfjörðum
og Austfjörðum. A Norðurlandi er viða sleginn finnungur
(Nardus stricta) i lautum og brekkum og notaður til
kinda-fóðurs á vetrum. Sumstaðar eru melslægjur töluvert
notað-ar, þó hvergi að mun nema i Yestur-Skaftafellssýslu og
emkum i Fjallasveit. Þar er lika mjög mikið slegið af
við-irlaufi, þurkað og notað fyrir skepnur á vetrum, og einnig
töluvert af hrossanál (Juncns ballicus); á söndunum við
Ax-arfjörð eru lika miklar laufslægjur.1)

r

I sumum héruðum hefir melgresi mikla þýðingu til að

t

hefta sandfok, sem víða gerir mein (Lýs. Isl. I, 145—149),
enda hefir tómlæti manna og ráðleysi víða stuðlað að
upp-blæstri landsius og sumstaðar bein jarðníðsla með melrifi,
skógarrifi og lyngriíi. Svolitið hefir á seinni tímum verið
unnið að heftingu sandfoks, einkum i Landsveit, þar hefir
Eyjólfur Guðnmndsson i Hvammi verið forgöngumaður
framkvæmdanna. Far hafa bæði verið hlaðnir grjótgarðar
fyrir gára til að hefta sandfok, sáð til mels og blaðkan
(melgresið) tekin upp með rótum og plöntuð út;
grjótgarð-arnir virðast helzt hafa komið að notum.2) Melgresið
bind-ur roksandinn. þar sem það fær að vera í friði. en viða er
það rifið upp með rótum, brúkað i meljur o. fl. Sandurinn
stöðvast af jurtunum, sem í sandinum gróa, og hleðst utan
um rótarfiækjurnar; jurtin i heild sinni, einkum stöngin, er
kölluð melur eða melgresi, blöðin eru kölluð blaðka, hinar
fínni og yngri rætur eru kallaðar búska, hinar eldri og

’) Ferðabúk Þ. Th. III. bls. 321.

2) Sœmundur Eyjólfsson: Hefting sandfoks (Búnaðarrit IX. bls.
182 — 185). Eyjólfur Guömundsson: Um sandgræðslu (Búnaðarrit X, bls.
161—165). Einar Helgason. Sandfok og sandgræðsla á Landi
(Búnað-arrit XVI, bls. 81-86). Sandfokið í Sauðlauksdal (s. st. bls. 86-91).
Sami: Sandgræðsla, í Frey III, 1906, bls. 133-136. Helgi Jónsson: Frá
Jótlandsskaga (Sunnanfari VI, 1896. bls. 10—14). Ólafur Ólafsson í ísa
fold VTI, 1880. bls. 125-126.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free