- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
159

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Stjórnarsandur

159

grófari tágar sumtag og meljur. Pegar alt þetta er rifið af
mönuum og skepnum, liefir sandrokið fria rás og öll vörn
er úti.

I Landsveit hagar svo til, að ekki er hægt að nota
á-veitur til sandgræðslu, en það hefir sýnt sig, að sanda má
sumstaðar rækta með vatnsveitingum, það sést bezt á
Stjórnarsandi. ÍStjórnarsandur (eða Klaustursandur) liggur
milli Skaftár að sunnan og Geirlandsár að vestan, hann er
talinn 2500 vallardagsláttur. Fyrir hvatir Sæmundar
Eyj-ólfssonar og undir umsjón hans var 1886 farið að veita
vatni á sandinn. sem þá var alveg gróðurlaus, olli hann
miklum skemdum á jörðum i Landbroti með sandfoki.
Til-gangurinn með þessari áveitu var fyrst og fremst sá, að
komast að raun um, hvort auðið væri að græða upp sanda
með vatni, og í öðru lagi, ef þessi tilraun hepnaðist, að
hindra með þvi sandfok á jarðir þær, er lágu undir skemd-

r

um. Arið 1905 voru það nálega 3/5 hlutar sandsins, sem
vatni hafði verið veitt yfir, og var þá sá hluti hans meira
og minna gróinn og grasi vaxinn, á mestan hluta þess
svæðis var kominn viðunanlegur sauðhagi, og vestast á
sandinum, þar sem fyrst var veitt á, var gróðurinn
sam-vaxinn og langmestur. Samtimis hefir það unnist á, að 12
jai’ðir, sem næstar liggja sandinum, hafa nærri alveg
losn-að við sandrok og land þeirra hefir gróið upp og batnað.1)
Xáttúran hefir i nálægu héraði gert svipaða gróðrartilraun
i stærri stíl. Hið mikla hraun, sem 1783 rann niður með
Hverfisíljóti, rak fljótið úr farvegi sínum og ýtti þvi austur.
Hverfisfljót rann fyrir eldinn í mörgum breytilegum kvislum
um allan Brunasand, þá var þar enginn gróður, nema
mel-tottar á stöku stað. Hraunið stöðvaðist ofan til á sandinum,
sem nú losnaði við ágang hinna hraðstreymu jökulkvísla.
Brunasandur hefir siðan stórkostlega gróið upp, enda sitrar
jökulvatnið nú i ótal lækjum undan hraunröndinni og

*) Siguröur Sigurösson: Ferð um Skaftafellssýslur sumarið 1905
(Búnaðarrit XX, 1906. bls. 37—38). Um Stjórnarsand í ísafold VII,
1880, bls. 121, 125.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free