- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
160

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160

Mýrar og engjar

frjófgar sandinii. Frá hraunröndinni eru nú eiutómar
gras-breiður að sjá, svo langt sem augað eygir niður eftir; þó
eru sandar fyrir neðan og allmikil mellönd. en graslendin
aukast árlega. Fyrir neðan Hruua er mikið engjapláss,
sem heitir Porkelsræsir, og fást af þvi margir faðmar heys;
nafn liafa engjar þessar tekið eftir smala, sem um 1830
vís-aði á, að þar mætti slá dálítið, en siðan hefir gróið svona
upp. A Brunasandi eru nú 5 bæir og 6 búendur, og hafa
þeir nægar slægjur á sandinum; fyrsta nybýlið,
Orrustu-staðir, var bygt þar 1822. Meðalland er undirorpið miklum
ágangi af sandfoki. og hafa þar margar jarðir og
slægju-lönd skemst til muna, er mælt, að 8 jarðir liafi farið þar
af siðan 1875. Hefir á seinni árum verið rætt um áveitur
i ]\[eðallandi til varnar gegn sandeyðileggingunni, en ekki
er það komið til framkvæmda enn. Sumstaðar skemmist
land þar i héraði líka af ágangi hinna miklu jökulfljóta,
en á stöku stað hefir skapast jafnvægi af náttúrunnar eigin
völdum: bærinn Fljótar. neðarlega við Eldvatnið, var
þann-ig nærri kominn i eyði, en varð svo aftur ein hin bezta
slægjujörð i Meðallandi. Hér þyrfti mannshöndin einsog
viðar að setja náttúruöflunum skorður og beina þeim til
gróðurs fyrir landið og hags fyrir ibúana, en slíkt kostar
auðvitað bæði mikið fó og vinnu.

Mór. Af mýrum hafa menn auk heyskapar og beitar
nokkuð annað gagn, sérstaklega mótekju og torfristu.
Mó-m3rndanir Islands hafa enn mjög lítið verið raunsakaðar,
og eru þær þó rojög þýðingarmiklar fyrir landið. Menn
vita enn mjög litið um útbreiðslu mólaga og þykt i
ýms-um liéruðum og enn minna um jurtaleifar mósins. I sumum
sýslum er þó litið um mó, t. d. i Skaftafellssýslum, þar hefir
hinn mikli órói jökla og eldfjalla hamlað mýramyndun að
mun, svo menn verða að brenna taði, kliningi og
sprek-um; þó er þar mór á stöku stað, ef vel er leitað,1) en

Sveinn Sveinsson fann mó á 5 bæjum í Öræfum og á 3 bæj-

um i Landbroti. Skvrsla Búnaðarf. 1874-76, Rvík 1877, bls. 38, 39.
r •

Arið 1914 voru teknir í Vestur-Skaftafellssýslu 1157 hestar af mó í 3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free