- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
162

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

162

Mýrar og engjar

urn; ’) þá hefir jurtagróðurinn i fyrstu liklega verið
nokk-uð annar en nú, ýmsar tegundir hafa fundist i fornum mó,
sem nú ekki vaxa hér á landi, meðal annars sérstök
birki-tegund (Beiula verrucosa), en alt þar að lútandi er enn
mjög litið rannsakað. I mónum eru oft lög af »sendu«,
sem kölluð er, það er oftast gömul eldfjallaaska, sem rignt
hefir yfir mikil svæði á fyrri tímum; sendau er gulleit eða
móleit og lýsist við að þorna, það er kísilsýrurik vikuraska,
komin fram við vikurgos af lípariti, oft úr eldfjöllum, sem
ekki hafa gosið síðan land bygðist; þannig eru allmörg
hvít vikurlög i mónum kringum Snæfellsjökul. Viða.
eink-um á Suðurlandi, eru lika lög af smágerðum blágrýtisvikri
og gjalli, sérstaklega í nánd við Heklu og Kötlu.

Oft hefir þykkur mór myndast i dalabotnum og
hálsa-lægðum eða i vikurhvilftum og er þá stundum undir sandi,.
t. d. í vikunum við Látrabjarg, i Dufansdal og víðar. A
Snæfellsnesi er viða rnikill mór myndaður i djúpum
hvilft-um, en oft með mjög þykku afraki ofan á, sérstaklega er
mógæðum viðbrugðið i Eyrarsveit, einkum við
Ivolgrafar-fjörð, og var hann fyrrum sóttur þangað á skipum vestan

r

úr Eyjahreppi.2) A Vestfjörðum er viða þykkur mór á hin-

um yztu annesjum og i honum stórir lurkar; sést á því, að

þar hefir verið hávaxinn skógur og mildara loftslag rétt

eftir isöldu, en nú getur smávaxið birkikjarr naumlega

t

þroskast á þeim stöðvum. I Grunnuvik fyrir ofan
Höfða-strönd er þykkur móskurður, stálið oft 4—5 álnir á hæð,
og við Tungu i Aðalvík eru góðar mógrafir, svörðurinn
harður i plötum og sumstaðar l1/^ mannhæð á þykt. Við
vikur á Austfjörðum eru líka sumstaðar þykkar
mómynd-anir, t. d. i Húsavík i Norður-Múlasýslu, þar er hjá
Dal-landsparti og Hólshúsum svarðartekja mikil, 13—16
stung-ur á þykt; hjá Eiði á Langanesi er svörðurinn 4 álnir
á þykt, ægisandur undir honum og svo blágrýti o.
s. frv.

’) Sbr. Ferðabók f. Th. I, bls. 20; III, bls. 3.

2) Búnaðarrit XVII, bls. 106.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free