- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
165

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mór

165

neðst er. Hinir blautu móhnausar eru fluttir á þurrara land
i torfkrókum eða kláfum og breiddir þar eða settir i
smá-hrúgur, unz mórinn er nokkurnvegin þornaður, þá er
hon-um hlaðið i hrauka (móhrauka) 2—2x/2 álnar háa, eru þeir
stundum látnir vera holir innan, en altaf mjög gisnir, svo
blásið geti gegnum þá. A haustin er mórinn svo fluttur
heim i hripum, stundum á vetrum á sleðum, og honum svo
hlaðið í stakka eða hlaða, eða hann er geymdur i
mókof-um. Eftir skyrslum hreppstjóra hafa á öllu landinu verið
teknar af mó 191 þús. hesta að meðaltali árlega 1891 —
1900, árin 1901 — 1905 252 þús. hesta, 1906—1910 245 þús.
hesta.

Víðast hefir fram á vora daga verið hið mesta ólag á

mótekjunni, móskurðurinn hvergi nærri notaður til hlítar

og mikið farið til ónýtis. Af heimskulegri aðferð við mó-

skurð og mótekju hefir margt ilt leitt, mikil skemd á gras-

lendi. tap á mikl-i af mónum, og auk þess orsaka mógraf-

irnar oft töluvert skepnutjón, bæði á sauðfje og stórgrip-

um, móskurðar-aðferðin er lika mikill vinnu- og
timaspill-t

ir.1) Ymsir höfundar hafa bent á betri aðferðir við móskurð
að útlendu sniði. móeltingu o. fi., en það hefir haft lítinn
árangur. Sveinn Sveinsson búfræðingur segir 1879: »Par
sem menn á annað borð grafa nokkurn svörð, taka menn
ekki meira en þann viðbætir, sem þarf til að bæta við
sauðatað (eða klíninginn sumstaðar), sem fellur árlega til
á hverjum bæ, en brenna því jafnt sem áður. Líka grafa
menn hvergi skurði til að veita vatninu frá sér, þannig
verða menn að skilja álnar þykka bálka á milli grafanna
á alla vegu. og hrekkur þó ekki til á stnndum, þvi vatnið
kemur oft fossandi upp úr botninum eða gegnum veggina,
svo maður nær ekki nærri því eins djúpt niður eins og
svörðurinn nær. og þannig verður bezti svörðurinn oft
eft-ir á botninum. Með þessari aðferð skemmist oft langtum
meira af sverðinum, en það sem næst, þvi það verður oft

*) Sbr. ísnfold XI, 1884, bls. 88-89, 66-68.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free