- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
168

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

168

Mýrar og engjar

ekki verið búnir að finna móinn sjálfan eða not hans,
en-hafa notað sér sjálft torfið, grassvörðiim þurkaðan, til
elds-neytis, einsog enn er gert sumstaðar i Færeyjum og
Nor-egi. Siðar uppgötvuðu menn, hve miklu meira hitagildi
mórinn hefir. sem neðar er i jörðu, og þurfti þá heldur
ekki að skemma graslendin einsog með torfristu. Þessi
breyfcing hefir orðið mjög snemma, og til forna og langt
fram eftir öldum kölluðu menn móinn torf, sjaldan mór
sama nafni einsog sjálfan grassvörðinn. Lengi fram eftir
er mótak kallað torfskurður og talað um að skera torf í
sömu merkingu einsog nú að stinga upp mó,1) enn er sagt
i Danmörku og Noregi »at skære Torv« og enginn
grein-armunur gerður á torfi og mó; virðist þetta benda til þess^
að mótakan hefir skapast úr hinum forna torfskurði. Orðið
mór er þó líka gamalt, einsog sjá má á Grágás, sem talar
um »torf-mó«, en alment er það ekki brúkað fyrr en á 14.
öld. Kirkjan i Haffjarðarey á 1354 »móskurð i Torfvági og^
Seljagröfum«, og Hraunskarðsjörð á Snæfellsnesi á 1360
»móskurð i Saxhamra«.2) Pó er mór oftast kallaður »torf«
fram á 17. öld.

I landbrigðaþætti Grágásar er það talinn réttur
leig-lendings: »hann á torf að skera i landinu, er leigt hefir,.
sem hann þarf til eldibranda sér, þar hjá, er áðr er skorit,
fella saman torf grafar. En ef torf-mór er eigi i landi þvi,
er hann hefir leigt, og á hann þá viði at elda, ef áðr var

r

viði elt et næsta.« 3) I Jónsbók voru ákvarðanir þessar
/

endurteknar. A þessu sést, að menn hafa i fornöld, á
lýð-veldistima, brent mó og gjört mógrafir, einsog nú, og a&
leiguliðar áttu fyrst og fremst að nota móskurðinn, en
hris, ef mór var eigi til. Yirðist þetta, einsog aðrar
heim-ildir, benda til þess, að litið hefir verið orðift um skóga
á 12. og 13. öld, svo takmarkalaus eldiviður fékst ekki af
þeim. Mjög er þó efasamt, hvort þessu ákvæði Grágásar

1) 1528 er talað um að sstinga torf«. Dipl. isl. IX, bls. 470.

2) Dipl. isl. III, bls. 88, 140.

3) (Trágás Í852, II, bls. 137. Jónsbók (Ól. H.) bls. 135.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free