- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
170

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

170

Mýrar og engjar

Af fjöldamörgum bréfum og máldögum, frá 14. öld og

síðar, sést, að móstuuga hefir verið almenn, og er talin

með hlunnindum jarða, gengur kaupum og sölum og er

leigð öðrum; stundum er móskurður itak i jörðu eða kirkju-

eign. Mótekjan er þá oftast talin áttfeðmings- eða tólffeðm-

ings-skurður o. s. frv., en oftast er þó miðað við fleiri eða

færri, 3 eða 4, tólffeðminga. Hafa menn ætlað, að hér væri

átt við flöt, sem væri 8 eða 12 fornir faðmar i hvert horn,

en það er mjög efasamt, hvort svo er; liklega er hér átt

við rúmmál mósins, sem upp er tekinn, og hefir mórinn þá

verið mældur í föðmum likt og hey. Eftir rekaskrá Yatns-

fjarðarkirkju 1327 átti af Unaðsdal að gjalda kirkjunni »átt-

feðming torfs hvert sumar ok fá eyki til að, færa til sjófar,

þá sóttur erc;.1) Hér er auðséð að átt er við eitthvert rúm-

tak, en hvað er áttfeðmingur? Pað bendir lika til þess

hins sama, að ekki hafi verið átt við fiatarmálið. heldur

við afrakstur mógrafanna, að torfskurðarréttiudi eru miðuð

við stakka, þannig á Staður á Reykjanesi 1397 »þriggja

stakka skurð í Hamarslandi«.2) Stundum er talað um fer-

tugar eða áttræðar torfgrafir til móskurðar,3) og er þá lík-

lega átt við lengd mógrafanna. Þegar menn eiga móskurð

i annara landi, áskilja þeir sér i jarðabréfum að mega beita

þar hestum, er nota þarf við torfskurðinn, að hafa vegu að

mógröfum og stundum land til mófærslu til þess að þurka
f t

móinn.4) Arið 1387 kaupir Olafur Kolbeinsson tólffeðmings

torfskurð á Bakka i Oxnadal og áskilur sér að gera »skurði

um torfvöllu«,5) hefir þá liklega ætlað að ræsa fram mó-

mýrina, og er slikt sjaldgæft fyrr og siðar. Mór hefir vist

sjaldan gengið kaupum og sölum, enda hefi eg ekki séð

t

verðs hans getið til forna. I dómi um mógjaldið af
Unaðs-dal til Yatnsfjarðarkirkju 1526 er áttfeðmingur af torfi met-

») Dipl. isl. II, bls. 620.

8) Dipl. isl. IV, bls. 156.

3) Dipl. isl. III, bls 636.

4) Dipl. isl. VII, bls. 32.

6) Dipl. isl. IH, bls. 397.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free