- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
172

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

172

Mýrar og engjar

ins, en á götum bæjarins sáust þá stöðugar mólestir.
Mó-tekju þessari fór mjög aftur um og eftir aldamótin. og 1903
er sagt, að allur bærinn taki vart meiri mó en gamli
bak-arinn einn fyrrum. Bernhöft bakari átti sérstakan móskurð

nJ

suðvestur af Skólavörðu og hafði bvgt veg þangað. Er kent
um háum vinnulaunum og lágu kolaverði.1) í
Bunaðar-skýrslum er mór fyrst talinn i Reykjavík 1S99. og voru þá
teknir 7530 hestar, en áður líklega miklu fleiri, næstu 4 ár
er meðaltalið 5555 hestar, 1904 eru teknir 3525 hestar og

1905 3016 hestar. En þá hefst hinn mikli peningaaustur af
lánsfé úr bönkunum með þaraíleiðandi verðhækkun á allri
vinnu, þá minkar mótekjan i Revkjavik ákaflega,
almúga-fólk vill ekki lengur fást við svo örðuga og óþrifalega
vinnu, kaup er orðið hátt i allri annari atvinnu og nóg fé
til að kaupa kol fyrir. Eftir það er svarðargröftur varla
teljandi atvinnugrein í samanburði við það sem áður var,.

1906 eru teknir 1790 hestar af mó, 1907 825 hestar, 1908
— 1911 að meðaltali 1292 hestar, 1912 702 hestar, 1913 743
hestar og 1914 ekki nema 401 hestur; 1915 1150 hestar.
Xú í ár (1917) hefir mikill mór verið tekinn upp i
Reykja-vík vegna kolaleysis, sem stafar af heimsófriðnum.

Eftir miðja 19. öld fór áhugi manna á móskurði
yfirleitt að vaxa víða um land, sumpart vegna þess, að
neyðin kendi mönnum að nota mómýrarnar betur en áður.2)
A’ið fjárkláðann og niðurskurðinn minkaði sauðataðið að
miklum mun, svo margir bændur, sem áður ekki höfðu sint
svarðartekju, neyddust nú til að fara að leita að mó í
land-areign sinni og stinga hann. Siðan farið var að telja
jarð-arafrakstur í Búnaðarskýrslum, hefir svörður líka verið
tal-inn með landsnytjum, en hin fyrri ár eru skýrslurnar mjög
ófullkomnar. Arið 1885 er engin mótekja talin i 57
hrepp-um af 177, en það er efiaust að kenna skýrsluleysi, 1914
er mór eigi talinn i 29 hreppum af 209. og mun það nærri

’) Búnaðarrit XVII, bls. 107.

2) Hinn 22. okt. 1912 voru gerð lög um samþyktir um mótak
(Stjórnartíðindi 1912, A, bls. 90-98).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free