- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
173

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Torfrista

173

sanni. enda eru skýrslurnar nú vist i fiestum greinum
á-reiðanlegri. í>ó nú svarðartekju, einsog fyrr nefndum vór,
liafi mjög svo hnignað i Reykjavik af sérstökum ástæðum,
þá eru menn þó nú viða um sveitir farnir að nota mótök
sin betur en áður. Arið 1885 er svarðartekjan á öllu landi
talin 124 þúsund hestar, hesturinn á 12 fjórðunga, og er
sú upphæð eflaust of lág; meðaltal 1886—90 139 þús , 1891
—1900 191 þús. hestar. 1898 eru taldir 213 þús. hestar,
1899 207 þús., 1900 224 þús., siðan hafa að jafnaði verið
teknir 240—260 þús. hestar, mest 1912 280 þúsundir, 1914
251 þúsund. Langmest mótekja var (1914) í
Snæfellsnes-sjslu 26575 hestar, þar næst i Isafjarðarsýslu 22272 liestar,
i Eyjafjarðarsýslu 20850 hestar. minst i
Austur-Skaftafells-sýslu 943 hestar og í Vestur-Skaftafellssýslu 1157 hestar.
Eftir að heimsófriðurinn byrjaði hefir verið tekið upp
miklu meira af mó en áður, af þvi kolin urðu svo dýr.
Seinustu skýrslur, fyrir árið 1915, telja mótekjuna 313 þús.
hesta, og hún hefir eflaust mikið aukist siðan. Mest var
mótekjan 1915 á Vesturlandi 116882 hestar, á Norðurlandi
83676 hestar, á Suðurlandi 79295 hestar. á Austurlandi
33280 hestar. Mestur var mórinn sem fyrr í
Snæfellsnes-sýslu, 31 þúsund hestar, og i Isafjarðarsýslu, 30 þús. hestar.
minstur i Austur-Skaftafellssýslu. 1208 hestar.

Torfrista. Auk heyskapar og mótekju hafa mýrarnar
jafnan haft mikla þýðingu fyrir Islendinga enn á einn hátt,
þangað hefir þjóðin sótt mikið af byggingarefni sinu i hús
og garða, efni i reiðtygi og ýmislegt fleira. Torfrista hefir
frá landnámstið verið þýðingarmikið nauðsynjastarf fvrir
ís-lenzka bændur, og hefir allur verknaður þar að lútandi
haldist að mestu óbreyttur framan úr fornöld. Torfið, sem
notað er, fæst þó eigi alt úr mýrlendi, sumt er lika tekið
úr móa- og valllendisjörð eða á takmörkum þeirra og
mýr-auna. Grassvörður sá, sem ristur er upp i torfur, er
sam-settur af rótarfiækjum margra jurta af ýmsum tegundum
frá takmörkum mýra og móa og kvistlendis, lyngplöntur
eiga þar töluverðan þátt i, fjalldrapi og viðirtegundir,
gras-tegundir, hálfgrös, þursaskegg, móasef o. m. fl. Torfurnar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free