- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
176

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

176

Beitarlönd

hann var ok svá fésæll. afc fé hans drapst aldri af megri
eða drephríðumc.1)

Mikinn hluta af flatarmáli Islands má að einhverju
leyti nota til beitar; þó taka jöklar og alveg gróðurlaus
öræfi liklega yfir rúman þriðjung landsins, en á öðrum
þriðjungi mun vart vera meira en hlauphagi fyrir fé;
hestabeit er óviða á hálendinu fyrir ofan 600 m. hæð yfir
sjó. Gróðurinn e}Tkst yfirleitt eftir þvi sem neðar dregur.
nær ströndu, en þó misjafnlega. og þar sem sævarnepian
leikur um útkjálka, er gróðurinn oftast kyrkingslegur, þó
er oft mjög gróðursælt i dalakvosum og fjarðarbotnum.
Beitilönd eru vaxin gróðri af allskonar jurtafélögum, og
tekur bersvæðisgróðurinn oftast yfir stærstu svæðin, en á
köflum eru kvistlendi, mýrar og flóar. móar og
grasbrekk-ur. Utan við tún og engjar, sem slegnar eru, er oft i
heimahögum töluverður valllendisgróður á þurrum
harðvell-isflákum, i grasmóum, brekkum og hlíðarfótum. Pá er fjöldi
mvra og brokflóa aðeins notaðir til beitar, og sumstaðar er
kvistlendi mikið, viðirlönd, mellönd og lyngmóar, og af
slikum gróðri dafnar sauðfénaður vanalega ágætlega. Auk
þess hefir búpeningur allmikið gagn af að kroppa
margs-konar strá og jurtir, sem dreifðar eru um holt og mela.
Aðallega eru það ýmsar tegundir grasa og hálfgrasa, sem
fénaðurinn nærist á, og svo á kvistlendisplöntum
trékend-um, viði og lyngi; en skepnurnar bita lika margar aðrar
jurtir með góðri lyst, en hverjar þær eru og hvert
næring-argildi þeirra er, mun enn eigi nægilega rannsakað.
Marg-ar grastegundir á grundum og móum eru góðar beitijurtir,
og þá eigi siður hálfgrösin i flóum og mýrum, ýmsar
star-artegundir og klófifa. en þursaskeggið á harðvelli,
enn,-fremur seftegundir: móasef, þráðsef og hrossanál. Af æðri
jurtum, sem þýðingu liafa fyrir beitina, má helzt nefna
smára, vallhumal, kornsúru, mariustakk og skarfakál, af
lægri jurtum ýmsar eltingartegundir og þarategundir; af
viðitegundum eru loðviðir og grasviðir mjög góðar fóður-

») Eyrbyggja, Rvík 1895, kap. 30, bls. 69.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free