- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
178

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

178 Beitarlönd

arsíðu er fjörubeit svo góð. að skepnur geta lifað á lienni
eingöngu alt árið. þó kvað féð verða máttarminna og
beinamyndun lambanna óstyrkari (skjögur), ef ekki er gefið
hey með þarabeit. A landjörðum mun nú fénu nærri
al-staðar gefið eitthvað, þó þvi sé beitt út á daginn og hýst
á nóttu; þó tiðkast útilegur sauðfjár enn sumstaðar á
heiða-býlum og i afdölum framan af vetri, og getur fé fitnað, ef
haglendi er gott. I eyjum er viða ágætur útigangur, þar
sem féð bæði hefir landgróður nokkurn og fjöru. »Yið
Breiðafjörð er alsiða að láta horaðar ær út i eyjar á
haust-in til fitunar, og eru þær látnar ganga fram undir jólaföstu
og lengur. Skerast þær þá oft með fjórðung og þar yfir af
mör, þó bláhoraðar hafi. verið, en þar er haglendi ágætt,
svo varla munu sliks dæmi annarstaðar hér á landi:
skai’fa-kál, melur, töðugresi og ágæt fjörugrös.« *) í*að hefir boi’ið
við, að kind og kincl hefir gengið sjálfala heilan vetur eða
jafnvel íleiri vetur i haglendi til fjalla. þannig hafa kindur
gengið i Arnarfelli, Breiðamerkurfjalli, Esjufjöllum i
Vatna-jökli og viðar; i Núpsstaðaskógum hefir, sem kunnugt er.
verið villifé, sem reyndar hefir fallið unnvörpum i
höi’ð-um vetrum.2) Fjármenn fylgja oftast sauðfénu frá
beitar-húsunum og heim aftur og standa yfir þvi
beitartím-ann og hafa eftirlit með því, meðan það er að krafsa
snjóinn til að ná i beitina, og moka stundum ofan af
fyrir það. A vetrum er féð eðlilega ekki eins matvant
einsog á sumrum, etur þá alt, sem það nær i af lyngi
og kvistum undir snjónum, nagar skógarhris og viði.
etur fjallagrös, geitaskóf og mosa; til vetrarbeitar er
fjalldrapi mjög þýðingarmikill, einkum i Þingeyjarsýslu,
einnig hafa mörg önnur grös þýðingu fyrir
vetrar-beit, t. d. beitilyng, Ijónslappi, rjúpnalauf, vallhumall o.
m. fi.

J) P. Stefánsson: Fjármaðurinn, Rvík 1913, bls. 69. Magniís
Ket-ilsson sýslumaður getur þess, að sumir bændur á 18 öld haíi ofboðið’
beitinni á Breiðafjarðarejjum. Gömul Félagsrit XII, bls. 40.

*) Ferðabók Þ. Th. III, bls. 183-184.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0196.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free