- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
179

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Beitarlönd

179

Til skjóls fyrir útigangsfénað á vetrum hafa fjárborgir
snemma verið notaðar,1) þó þeirra sé eigi getið i sögunum;
rústir þeirra liafa fundist á Grænlandi og viðar á
Norður-löndum. Fjárborgirnar voru i laginu einsog bifiugnabú
er-lendis, uppmjóar, bygðar úr hnausum, stundum með
grjót-lögum, spitu og timburlausar, aðdregnar í toppinn; dyrnar
voru svo lágar, að menn urðu að skriða inn, og sjaldan
hurðir fyrir þeim. Stöku sinnum voru jötubálkar úr grjóti
frarn með veggjunum að innan, og var kindunum þar
stundum hárað dálitlu, en vanalega var þeim ekkert gefið
i fjárborgunum. Þessar fjárborgir voru til skamms tíma
notaðar á Austurlandi og Suðurlandi sumstaðar, og var

r

vanalega rúm i þeim fyrir 20—50 fjár.2) A
Langanes-ströndum og Sléttu sá eg, 1895, fjárborgir öðruvísi lagaðar
og bygðar úr ótegldum rekastaurum með flötu þaki og
lágum veggjum úr torfhnausum, en sandi mokað að, og
torf lagt yfir stauraþakið. Fjárkofar þessir eru opnir og
garðalausir, ætlaðir til skjóls fyrir fé, sem hefir fjörubeit.3)
I Skaftafellssýslum, Hangárvallasýslu, á Melrakkanesi eystra
og víðar leitaði útigangsfé skjóls i hellum, sem mjög viða

!) Yaltýr Guömundsson: Privatboligen paa Island, Kbbavn 1889,
bls. 107—108. D. Bruun: Fortidsminder og Nntidsbjem paa Island,
Kbhavn 1897, bls. 65—66. í sögunni af furíði formanni og Kambsráni,
bls. 221, er getið um lambbúskofa, sem var toppmyndaður og lítið op
í toppinum. Um fjárborgir á tíuðurlandi er ennfremur getið í Isafold
1890, bls. 334. Eggert Olafsson segir, að fiárborgirnar séu 4 — 6 álnir
á hæð með opi í toppinn. Magnús Ketilsson (Sauðfjárhirðing bls. 54—
55) segir þær séu aðeins til á Austurlandinu og fáir kunni að byggja
þær vel. Eggert Ólafsson segir (Rejse bls. 837), að menn á Síðu eystra
noti braunkatla (hornitos) fyrir íjárborgir og brjóti dyr á hliðina;
heldur hann að hraunkatlarnir hafi verið fyrirmyndin, er menn fóru
að byggja fjárborgir, en það mun ekki rótt, slíkar byggingar eru
eldgamlar í öðrum löndum.

2) Fjárborg í Pingeyjarsýslu, sem reft var yfir, er nefnd í
Eim-reiðinni XII, bls. 8.

8) Sagt er, að síra Sigurður Jónsson á Presthólum (f 1661) hafi
fyrstur bygt fjárborgir þar í sveit (Norðanfari XIX, 1880, bls. 40). O.
Olavius (Oekon. Rejse bls. 374) getur um þessar fjárborgir á Sléttu,
og voru þær eins bygðar þá einsog nú.

12*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free