- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
181

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af’réttir 188

188

árhraun) og sumir sandar orðið að graslendum
(Brunasand-ur). Pannig græðir náttúran sárin jafnóðum aftur og reynir
að halda á jafnvægi, svo i heild sinni hefir landið litið
gengið af sér. siðan á seinni tima þjóðveldisins. En eðlilega
hefir hin mikla áníðsla, sem skógar og beitilönd, rekar og
veiðar urðu fyrir á landnámstíð og söguöld, gert
lands-nytjar nokkuð minni, en þær voru þegar landið fanst.

Afréttir. Pað eru öll líkindi til þess, að menn þegar á

landnámstíð" hafi að nokkru notað hin miklu óbygðu flæmi

á hálendinu til sumarbeitar fyrir sauðfénað og búsmala sinn,

þó eigi nærri eins og síðar; samt drógst það alllengi, að

menn könnuðu hin hæstu öræfi.1) svo fjárheimtur af afrétt-

um voru lengi fram eftir öldum slæmar, þvi allmargt fé

hefir eflaust tynst á hinum efstu hagateigingum; illar

heimtur voru fram á 19. öld kendar fjallabúum eða úti-

legumönnum. A sögutímanum virðast svipaðar venjur með

beit og afréttarfé hafa átt sér stað einsog siðar hafa hald-

ist. í Kormákssögu er á miðri 10. öld í vísu talað um að

elta mórauða sauðu um afréttu.2) T Hávarðarsögu Tsfirðings

(um 1000) er þess getið, að "birni á Laugabóli var vant

t

60 geldinga. Nökkuru fyrir vetr ferr Olafr Hávarðsson
heim-an ok gengr afréttir ok öll fjöll, leitar fjár manna ok finnr
fjölda fjár, bæði þat er Þorbjörn átti ok þeir feðgar, ok svá
aðrir menn, rekr síðan heim fénaðinn ok færði hverjum þat
er átti. Yarð Olafr af þessu vinsæll, svá at hverr bað
hon-um góðs«.3) Olafur hefir, einsog nú er komist að orði, farið
í eftirleit. I Yopnfirðingasögu 4) er sagt, að Bjarni
Brodd-helgason »var vanr at fara á fjall hvert liaust, sem faðir
hans hafði gert*. Þá bjóst Porkell Geitisson lika til
fja.ll-göngu »ok valdi menn með sér til brautgengis. Þá settist
Bjarni aftur ok fær aðra menn í sinn stað*. I Fljótsdælu
er getið um helli, sem fjallgöngumenn oft notuðu á haust-

J) Um könnun öræfa til forna, sjá Landfræðissögu I, bls. 28—35.

8) Kormáksaaga, Rvík 1893, bls. 7.

s) Hávarðarsaga, 1896, bls. 4.

4) Vápnfirðingasaga, 1898, bls. 31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free