- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
184

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

184

Afréttir

útilegumönnum. Hvernig afréttir hafa i fyrstu skifst milli
syslna og sveitarfélaga, er nú hulin ráðgáta; það hefir
orð-ið mjög snemma, og eru nú ekki til nein skjöl eða
skil-riki fyrir þvi; þegar miust er á notkun afrétta í fornum
bréfum, er vanalega vitnað i gamlar venjur. Fyrir beit á
afréttarsvæðum, sem ábúendur ýmsra jarða höfðu kastað
eign siimi á, þegar á landnámstið eða siðar, urðu menn að
fá upprekstrarleyfi eiganda og gjalda tolla. í*ar sem
ein-stakir menn áttu stór afréttarsvæði á heiðum, sem nægðu
fyrir heilar sveitir eða héruð, munu, einsog ráða má af
ýmsum bréfum, snemma hafa komist á samningar,
hlutað-eigandi bændur máttu nota afréttinn, en urðu að borga
fastákveðinn toll, og voru skyldir að reka á þann afrétt og
ekki á aðra. Pað sést af kirkjumáldögum og öðrum
skjöl-um, að afréttaítök hafa verið ákafiega margbrotin og hver
jörðin margvíslega gripið inn á svæði annarar. Klerkar
út-veguðu kirkjum sínum mörg afrétta-itök, og voru sum
stundum langt i burtu, þannig á t. d. Reyklioltskirkja
þeg-ar 1185 afrétt á Hrútafjarðarheiði.1)

Smátt og smátt hefir það þroskast svo af nauðsyninni,.
að bændur i sama héraði eða sveit hafa notað hin sömu
afréttarlönd, sem næst voru, en ekki tvistrað fénaði sínum ~r
var það óhjákvæmilegt vegna gangna og fjallskila, að
sveit-arféiögin liefðu samtök i þessu; menn settu lögréttir á
viss-um stöðum, og bændur þeir, sem næst bjuggu, áttu að telja
fé i afrétt. Nú á timum eigna fiest sýslufélög, og sum
sveit-arfélög, sér allstór afréttarsvæði og reka þangað alt geldfé
sitt, og hinir einstöku bændur borga enga tolla. Hvernig
héruðin hafa fengið þessi réttindi, eða eignast afréttina,
sést eigi, eða hvort þau .hafa haft nokkurn annan
eignar-rétt á þeim, en þann, sem hefðin gefur. Það getur verið,
að sumar sveitir hafi keypt sér afrétti, þó nú séu ekki til
nein gögn fyrir þvi, sumir eigendur hafa látið réttinn
ganga undan sér af meinleysi, sumir hafa ef til vill fallið i

J) Dipl. isl. I, bls. 280. Hrútafjarðarheiði er hér ef til vill sama
sem Holtavörðuheiði?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free