- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
185

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af’réttir 188

188

stórmæli og löndin hafa veriö dæmd af þeim, og líklega

hafa allmiklir hlutar hálendisins og stór heiðasvæði sum-

staðar, einkum norðan og austan á landinu og á )’msa

vegu við Yatnajökul, aldrei verið numin, en hafa snemma

i kyrþey orðið nokkurskonar almenningar næstu héraða.

Samt er enginn efi á því, að stórir hlutar hálendisins, og

það flestir þeir, sem grösugastir voru, hafa heyrt undir

ymsar landnámsjarðir, og var upprekstrarrétturinn i þær

lendur eign þeirra manna, sem jarðirnar áttu; þeir, sem

þangað vildu reka, urðu að borga afréttartolla; mörg af

þessum afréttarlöndum komust snemma undir kirkjur.

Pannig var farið flestum afréttarlöndum fyrir vestan fjórsá

og Blöndu; syna máldagar enn takmörk og greining af-

rétta, sem undir sumar landnámsjarðir hafa heyrt frá önd-

verðu. Pannig er t. d. 1360 greint frá afréttarmörkum As-

geirsár á Arnarvatnsheiði, 1380 afrétt Eyvindarstaða i

Blöndudal og 1394 (og 1461) afrétt Yiðidalstungu, »er fjall-

rekstur i Viðidalstungu jörð um allan hreppinn út að Gljúf-

urá*.1) Lengi fram eftir hafa. sveitirnar orðið að borga tolla

fyrir afréttarfé, og hefir stundum orsakast af því ágreining-

ur. Á þriggja hreppa þingi á Sveinsstöðum í Vatnsdal 26.

okt. 1583 var uppkveðinn dómur um rekstra á Forsælu-

dalsheiði og Kúluheiði, úr Vatnsdalshreppi fremra og neðra

á Dalsheiði, og af Asamönnum og Svindælingum á Ivúlu-

heiði; kvörtuðu afl’éttaeigendur undan þvi, að þeir fengju

ekki tolla sína og rekstrarnir væru niðurfeldir af allmörg-

um og rekið til annara afrétta. sem þeim sjálfum líkaði, og

þar tollurinn goldinn. Voru vitni borin um það, að úr

þessum hreppum hefðu verið vanarekstrar á fyrrnefndar

heiðar. Voru svo bændur í þessum hreppum dæmdir til að

reka fé sitt á hina gömlu afrétti og gjalda þeim venjulega

tolla, sem afrétt áttu. Arið 1578 var kirkjunni á Breiða-

bólsstað i Fljótshlið dæmdur afréttur í Goðalandi, sem

ýmsir bændur höfðu notað sér eftirgjaldslaust um mörg ár.
f

Arið 1592 telja þrir hreppar i Mýrasýslu, Norðurárdaluiv

J) Dipl. isl. III, bls. 162, 352, 538, 594; V, bls. 348.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free