- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
186

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

186

Afréttir

ÍVerárhlíð og Stafholtstungur, sig eiga sérstakan afrétt, og
er dæmt i Hjarðarholti 4. okt. s. á., að engir menn úr
öðr-um hreppum skuli mega reka án leyfis i þessara hreppa
af-rétt.1) Af þessu sést. að á seinni hluta 1(5. aldar hafa sumir
hreppar átt afrétti, hvernig sem þeir hafa eignast þá, en
aðrir hafa orðið að gjalda sérstökum landeigendum tolla
fvrir notkun afrétta. sem þeir voru skyldir til að reka á.

c ir «/

Liklega hefir afréttum mjög snemma verið skipað niður
með samþyktum, þó engin skjöl séu til fyrir þvi. Hve
mikið menn hafa þurft að gjalda i afréttartolla, er sjaldan
hægt að sjá á fornbréfum. Pó er þess getið i máldaga
Yiði-dalstungu 1394. að fyrir afnot afréttar skuli gjalda »lamb af
rekstri. til þess er eru sextiger, og svo með sama upp
það-an, eftir þvi sem úrskurðarbréf Rafns lögmanns og
stað-festubréf forsteins lögmanns þar um gjör vátta«.2) Arið
1464, 2. okt., var á Svinavatni dæmdur sex manna dómur
um lambatoll af Eyvindarstaðaheiðum; var bóndi nokkur
kærður fvrir. að hann hefði ekki rekið fé sitt þangað eftir
gömlum vana og ekki goldið toll; var liann dæmdur til að
reka og borga. far var á þinginu vitnað i úrskurð Einars
Gilssonar, sem var lögmaður norðan og vestan 1367 — 1368.
Par segir, að »allir bændur milli Gönguskarðs i Skagafirði
fyrir vestan vötn, og Laxár á Skagaströnd fyrir norðan
Blöndu, þeir sem eigu 10 lömb eða íleiri. eigi frjálslega i
heimild að reka sinn lambfénað um sumar á
Eyvindar-staðaafrétt, en lúka að hausti eitt lamb af rekstri
Eyvind-arstaðamönnum. er af fjalli kemur, svo framt sem þeir vilja
forðast þá sekt, sem við liggur að rjúfa lögmanns úrskurð«.3J

r

Arið 1525 er sagt, að kirkjan á Breiðabólsstað i Vesturhópi
eigi lambseldi af hverjum bónda. er fé rekur á staðarins af-

’) Alþingisbækur II, bls. 50-52, 114-116, 334. Bréf um
Holta-manna og Landmanna afrétt 1476 er mjög grunsamt (Dipl. isl. VI.
bls. 81-82).

2) Dipl. isl. III, bls. 348. Hér er líklega átt við Rafn Bótólfsson,
sem var lögmaður norðan og vestan 1381—1390, og forstein
Evjólfs-son (1391-1404).

3) Dipl. isl. V. bls. 433-434.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free